fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Eyjan

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Eyjan
Mánudaginn 29. desember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin, sem eftir seinna stríð tóku að sér svipað hlutverk og Aþena gerði til forna og einbeittu sér að því að byggja upp vinaþjóðir og viðskiptafélaga, virðast hafa snúið við blaðinu. Kannski er því tímabili, þegar Bandaríkin voru leiðandi ríki í alþjóðaviðskiptum, einfaldlega lokið. Tollastríðið sem Trump hóf hefur haft margvíslegar afleiðingar fyrir Bandaríkin og aðrar þjóðir. Það er miklu hagstæðara fyrir alla ef þjóðir heims reyna að græða saman en ekki á hver annarri. Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi þingmaður og fleira, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar um áramót.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Vilhjalmur Egilsson - 1
play-sharp-fill

Vilhjalmur Egilsson - 1

„Árið hefur kannski dálítið mótast af því að svona atburðarásin kemur dálítið utan frá. Þá erum við að tala um stríð í Úkraínu, ástandið á Gasa og víðar um heiminn, þar sem að við búum núna við bara óvenju miklar róstur og ófrið.“

Já, já, og í ýmsum skilningi. Það er tollastríð í gangi milli helstu stórvelda.

„Já, Trump, sem kom nú inn í upphafi ársins, svona á svipuðum aldri, má segja, eins og ríkisstjórnin, þannig séð. Hann er bráðum búinn að vera í eitt ár. Og hann hafði þær skoðanir að tollarnir væru tæki sem hann gæti notað í strategískum tilgangi fyrir sig og Bandaríkin. Og hefur verið óspar á að beita þessu tæki en þannig er reyndar alveg, en það hefur bara haft ákveðnar afleiðingar líka.

Hann er ekki eini maðurinn sem getur hækkað tolla eða sett á alls konar takmarkanir, og allt þetta hefur leitt til þess að það hefur orðið svona ákveðin röskun í viðskiptum á milli þjóða og menn vita ekki almennilega hvar þetta á að enda eða hvernig þetta þróast.“

Þetta er dálítið merkilegt, finnst manni. Frá seinni heimsstyrjöldinni, þá hafa alla vega hin vestrænu ríki unnið markvisst að því að draga úr tollum, afnema tolla, auðvelda fyrir alþjóðaviðskiptum og Bandaríkin hafa nú verið í forystuhlutverki þar. En nú kveður við annan tón.

„Já, með Bandaríkin, eftir seinni heimsstyrjöldina taka þau að sér svona svipað hlutverk og Aþena hafði í tíð Períklesar. Períkles sagði í frægri ræðu, líklega einni frægustu stjórnmálaræðu allra tíma, nánast að utanríkisstefna Aþenu byggði á trú á frelsið en ekki á eigin hagsmuni.

Og ef þú spáir í sögu Bandaríkjanna og þennan tíma eftir seinna stríð, það má líka lesa um þetta, til dæmis í bók Kissingers, World Order, í rauninni nákvæmlega þetta, að Bandaríkjamenn tóku það að sér sem sé eftir seinni heimsstyrjöldina að svona breiða út frelsi, lýðræði og mannréttindi og reyna að efla aðra, ekki endilega á grundvelli eigin hagsmuna heldur einmitt til þess að treysta frelsið og friðinn og lýðræðið í sessi sem víðast um heim og sú stefna hefur verið í stórum dráttum það sem Bandaríkjamenn hafa fylgt alveg þangað til að Trump kemur, hann fer að horfa miklu, miklu meira á hagsmuni Bandaríkjanna í þrengri skilningi.“

Já, dálítið þröngum og dálítið svona eldri skilningi finnst manni.

„Já, já, alveg rétt, því að ef þetta er ekkert sjálfsagt. Ef við skoðum þróun Bandaríkjanna fram að seinni heimsstyrjöldinni, þá var einangrunarstefnan ofan á. Bandaríkjamenn komu ekkert af alvöru inn í seinna stríð til dæmis fyrr en Japanir réðust á Pearl Harbor og inn í fyrra stríðið komu þeir ekkert fyrr en bara á síðustu mánuðunum. Þannig að þeir töldu sig ekkert þurfa að hafa um þessi mál að segja og horfðu bara svona kannski dálítið þröngt á eigin hagsmuni. Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið.“

Já. En þetta tímabil var nú Bandaríkjunum að mörgu leyti mjög hagfellt.

„Já, það er vegna þess að það gildir bara í viðskiptum almennt að eftir því sem þú átt sterkari kúnna þá hagnast þú meira. Þannig að Bandaríkjamenn kannski voru með þá stefnu að græða með viðskiptafélögum sínum og vinum sínum en ekki græða á þeim.

Ef það er línan svona stórt séð og menn reyna að haga regluverki um utanríkisviðskipti þannig að menn séu að reyna að græða saman í stað þess að einblína á það að græða hver á öðrum þá náttúrlega gengur þetta allt miklu betur.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri

Björn Jón skrifar: Framtíðin veltur á lestri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru

Gylfi Magnússon: Eini raunhæfi kosturinn er innganga í ESB og upptaka evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
Hide picture