fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Eyjan
Sunnudaginn 14. desember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki tilviljun að Norðurlöndin eru flaggskipin í heiminum þegar kemur að mannréttindum, jafnrétti, heilbrigðisþjónustu, skólakerfi og fleiri þáttum. Þar hefur verið lútersk þjóðkirkja í 500 ár. Lúterska þjóðkirkja hefur mótað okkur og þegar á reynir stöndum við saman eins og ein fjölskylda. Dæmi um það eru gosið í Vestmannaeyjum og snjóflóð. Guðfræðin þróast eins og aðrar fræðigreinar. Séra Örn Bárður Jónsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Örn Bárður - 3
play-sharp-fill

Örn Bárður - 3

„Það er auðvitað í guðfræðinni líka, hún er ekkert búin. Menn eru að iðka guðfræði um allan heim, það eru nýjar stefnur og straumar og nýjar uppgötvanir og allt þetta. Og menn eru enn að finna, það var til dæmis bara núna, ég sá á YouTube í gær, þá var verið að finna fornleifar í Þýskalandi frá því um 200 eftir Krist. Aldrei fundið gröf svo norðarlega með, með tilvísun í Krist. Það er hálsmen á beinagrindinni og það er eins og upprúllað úr silfri. Það er eins og, eins og, eins og það hafi verið silfurplata. Silfurplata, sem hefur verið skrifaður vitnisburður á og svo er búið að rúlla honum og búa til svona vöndul. Og þetta hefur verið haft sem men. Og þeim tekst með tölvu og gervigreind, án þess að þurfa að rúlla þessu út og eyðileggja, þá geta þeir lesið allan vafninginn innan frá. Og þetta er bæn og þar er talað um upprisu Krists og vonina til hans. Þetta er elsti vitnisburður sem hefur fundist svo norðarlega í Evrópu um að kristnin er komin þangað, til Frankfurt eða þar um bil, um 200. Og það er maður í gröf með vitnisburð um það um háls sér.

Svona hefur trúin borist með kaupmönnum og hermönnum og ýmsum út um alla Evrópu. Og Evrópa náttúrulega á allt sitt, á öll sín gæði undir gyðing-kristnum bakgrunni. Þessari hugsun gyðinganna og síðan Krists um manneskjuna, um samlífið og bara mannréttindin okkar og allt þetta. Lögfræðin okkar, hún er öll úr þessu. Vitundin um þetta fer dvínandi, þannig að við erum að tapa grunninum, vitum ekki eiginlega hvaðan við erum.“

Ef maður horfir á heiminn í dag og til Ameríku til dæmis. Maður sér að trúin og kristnin er að verða meira áberandi. En maður veltir fyrir sér, er verið að afbaka kristnina?

„Ég veit ekki með Ameríku. Það er svo mjög sérstakt í Ameríku, þar eru allar þessar kirkjudeildir, þar eru kaþólikkar sterkir og lúteranar og þar er enska biskupakirkjan sterk, Episcopal Church sem kölluð er. Og síðan eru allir þessir baptistasöfnuðir, af þessum hvítasunnumeiði, mikil svona fríkirkjumenning og þú getur orðið prestur bara ef þú hefur góðan talanda og og hefur eitthvað lesið Biblíuna.“

Það sem ég er nú eiginlega að vísa í er að kristnin hefur reyndar alltaf verið dálítið áberandi í amerískri pólitík en hún er orðin meira áberandi, finnst mér, og maður skynjar það þannig, að það er farið að beita trúnni pólitískt.

„Já, hugsanlega er það. Kannski uppgötva sumir þessir söfnuðir að það sé að fjara undan kristninni og þá eflast þeir. Þá skerpast þeir. Það kann að vera. Evrópa hefur verið mjög mótuð af sko, kaþólsku kirkjunni og svo mótmælendakirkjunni frá því að Lúter fór að reyna, reyna að endurnýja kaþólsku kirkjuna og siðbreyta henni. En tókst það ekki. Honum var kastað út, þannig að þá urðu, urðu til þessir söfnuðir, bæði af meiði Lúters og síðan Kalvíns. Það er kalvínska kirkjan, hún er að mörgu leyti stífari og öðruvísi.“

Meinlætakirkja?

„Kannski að vissu leyti. Þegar að Max Weber býr til frasann, siðfræði mótmælenda, the Protestant ethic, sem sé grundvöllur kapítalismans. Og það er þetta að menn lærðu að vera vinnusamir, trúfastir, það er að segja, trúfesti er að vera heiðarlegur, það er ekki að vera fastur á trúnni heldur heldur bara svona heiðarlegur og sanngjarn í vinnu og samskiptum við fólk og sparir og átt fyrir hlutunum og ef það kemur upp kreppa, þá kemstu í gegnum hana. Þetta eru kalvínistarnir. Og þetta eru ríku löndin. Og taktu eftir hvaða lönd þetta eru. Það er Holland, Sviss. Það eru Skotar. Þessi kristindómur, hann verður mjög áberandi meðal þeirra sem flytja til Ameríku. The Founding Fathers eru margir af þessum stofni, kalvínistar. En lútheranar eru meira í Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Norðurlöndin hafa verið flaggskip félagslega. Flaggskipin í heiminum varðandi mannréttindi og jafnrétti og heilbrigðisþjónustu og skólakerfi og allt þetta. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessar þjóðir hafa allar búið við lúterska þjóðkirkju í 500 ár.

Þetta hefur mótað okkur sem manneskjur og sem samfélög, kennt okkur að hugsa um náungann. Sjáðu þegar Vestmannaeyjagosið varð og snjóflóðin, þá erum við bara eins og ein fjölskylda. Okkur er þetta einhvern veginn í blóð borið og það kemur í gegnum skólakerfið og uppeldið og allt þetta.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Hide picture