
Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi í skoðanakönnunum og í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup er fylgið komið upp í 19,5%, tæpum 8 prósentustigum meira en það var fyrir landsþing flokksins í október.
RÚV greinir frá þessu. Hefur stuðningur við Miðflokkinn aldrei áður mælst svo hár í Þjóðarpúlsi Gallup.
Samfylkingin er eftir sem áður stærsti flokkur landsins með rúmlega 31% fylgi. Miðflokkurinn er næststærstur og Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins þriðji stærsti flokkur landsins með 16,5%fylgi.
Viðreisn er með 12,8%, Framsókn 5,5 og fylgi Flokks fólksins er komið niður í 5,2%.
Miðað við niðurstöður könnunarinnar myndu Píratar, VG og Sósíalistaflokkurinn ekki ná inn á þing.