
Í bókinni Fífl sem ég var keppist Karl Ágúst Úlfsson, sem var nýkominn úr heilaæxlisaðgerð er hann hóf skrifin, við að toga aftur til sín orðaforðann sem hann átti að búa yfir. Orðin færðu honum minningar sem hann kepptist við að toga til sín og koma skikki á, en þær sem komu voru fyrst allar í flækju og slegið gat saman minningum sem mörg ár voru á milli. Lesandinn fær að vita hvernig höfundi líður og andi Spaugstofunnar svífur yfir vötnum, aldrei langt í grínið, hvað þá sjálfsháðið, enda hefur hann skrifað handrit að hátt í 500 Spaugstofuþáttum og tugum annarra. Karl Ágúst er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.
Karl Ágúst - 3
Bókin sem var að koma út, Fífl sem ég var, henni hefur verið mjög vel tekið …
„Já, ég veit ekki annað allavega, ég fæ góð viðbrögð.“
Ég hef lesið hana og þetta einhvern veginn, maður fer í ferðalag einhvern veginn af því að maður áttar sig á því að í gegnum ævina. Þú hefur komið, þú hefur snert mann svo oft á ævinni. Þú skrifaðir hvað, 476 Spaugstofuþætti?
„Já, já. Og svo einhverja tugi þátta í viðbót sem að ekki tilheyrðu Spaugstofunni. Ég er búinn að skrifa yfir 500 sjónvarpshandrit.“
Þessi bók, þú skrifar hana náttúrlega eftir að þú færð þetta æxli og þarft að byggja þig aftur upp. Og ég sé að það er skáletrað í upphafi eða á undan flestum köflunum. Þá kemur svona skáletrun sem er annaðhvort svona heimspekileg pæling eða jafnvel bernskuminning.
„Já, það eru kaflar sem ég skrifaði alla og eiginlega handskrifaði þá alla því ég var nú ekki góður að vinna á tölvu þarna fyrst á eftir. Þeir voru svona einhvers konar lýsing á því hvernig mér liði hverju sinni. Ég var svona að reyna, ég sat í þessum, ja, veikindum, skulum við segja innan gæsalappa, og var að reyna að lýsa því hvernig mér liði en jafnframt að reyna jú að toga til mín aftur orðaforðann sem ég átti að ráða við.
En síðan í framhaldi af þeim komu einhvers konar minningar sem ég reyndi svona að toga til mín og setja á blað. Og það var svona mín sjálfshjálp vegna þess að minnið var allt farið í rugl. Það var allt farið í flækju og stundum komu til mín minningar sem einhvern veginn voru kannski tvær eða þrjár og voru svona flæktar saman. Ég áttaði mig ekki á því hvort að hvort þetta hefði allt gerst á sama tíma, en kom svo í ljós að það kannski jafnvel liðu mörg ár á milli.
Svona reyndi ég að taka eina og eina sögu og koma þeim öllum á blað. Og það var svona þá sem ég áttaði mig á því að þetta gæti orðið bók. Sannarlega. Það var ekkert meiningin í upphafi. Ég var bara að reyna að hjálpa sjálfum mér og hjálpa heilanum að komast aftur á eitthvert spor sem hann vildi renna eftir.“
Einnig er hægt að hlusta á Spotify.