fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Eyjan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yrkir, sem er fasteignafélag í eigu Festi, hefur gengið frá kaupum á lóð við Urriðaholtsstræti 3 í Garðabæ, þar sem félagið mun byggja nýja verslun fyrir Krónuna ásamt skrifstofuhúsnæði. Kaupverð lóðarinnar nam 137 milljónum króna, með fyrirvara um samþykki deiliskipulags.

Aðgengi að Urriðaholtsstræti 3 verður gott fyrir íbúa hverfisins sem hafa kallað eftir matvöruverslun í hverfið. Á svæðinu verður atvinnustarfsemi bæði fyrir stærri og minni fyrirtæki. Meðal annars verða í boði á þessu svæði, sem nú er í uppbyggingu, litlar einingar sem hentað geta fyrir ýmsa þjónustu við íbúa. Hverfið er hannað til að falla vel að náttúrunni sem umlykur þessa uppbyggingareiti og eru ítrustu kröfur gerðar um hönnun og skipulag.

Urriðaholt öflugt vaxtarsvæði

Í Urriðaholti er byggt á þeirri hugsjón að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem þar býr í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Er það í samræmi við áherslur Yrkis og Krónunnar um umhverfisvæna starfsemi og sjálfbærni.

„Urriðaholt er öflugt vaxtarsvæði og við sjáum mikla möguleika í samspili íbúabyggðar, þjónustu og atvinnuhúsnæðis á svæðinu,“ segir Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Yrkis eigna.

Þróunarlóðir seldar undir íbúðabyggð

Yrkir hefur selt þróunarlóðirnar við Skógarsel 10 og Stóragerði 40 í Reykjarvík til byggingafyrirtækisins Sérverks ehf., með fyrirvara um samþykki deiliskipulags. Söluverð nam 1.010 milljónum króna og verður bókfært í bækur Festi, móðurfélags Yrkis eigna, þegar fyrirvörum verður aflétt.

Á þessum lóðum voru áður reknar bensínstöðvar N1, en í samræmi við samkomulag við Reykjavíkurborg og stefnu borgarinnar um að fækka bensínstöðvum, verða þær nú nýttar undir íbúðabyggð. Þetta markar stór skref í uppbyggingu á fyrrum bensínstöðvalóðum í umsjón Yrkis.

„Þetta eru tímamót í umbreytingu eldri þjónustulóða yfir í íbúðabyggð og við erum stolt af því að þessi þróun verði brátt að veruleika í samstarfi við Reykjavíkurborg og reyndan verktaka,“ segir Óðinn. „Nú munu þessar lóðir í framtíðinni iða af lífi og uppfylla þarfir fjölbreyttra fjölskyldna fyrir húsnæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk