fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Eyjan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 11:25

Gísli Freyr Valdórsson og Hanna Katrín Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð umræða hefur skapast um meinta golfferð Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, á hægri væng fjölmiðla. Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi hlaðvarpsþáttarins Þjóðmála, reið á vaðið og birti skjáskot þar sem sannarlega mátti sjá að ráðherrann var skráð með rástíma í golfi kl.13.30 í gær, miðvikudaginn 3.júlí, á ótilgreindum golfvelli ásamt Ragnhildi Sverrisdóttur, eiginkonu sinni, og þriðja manni. Ýjaði Gísli Freyr að því að ráðherrann slæi slöku við í þeim málþófsslag sem nú geisar á Alþingi.

„Nú veit ég ekki hvernig gekk í þinginu í dag við að reyna að hækka skatta á sjávarútveginn. En vonandi náði sjávarútvegsráðherrann að lækka forgjöfina í dag. Við viljum ekki að dagvinnan trufli þann feril,“ skrifaði Gísli Freyr.

Vopnabræður gripu golfkúluna á lofti

Aðrir miðlar á sömu línu gripu golfkúluna á lofti. Pistlahöfundur Viðskiptablaðsins, undir liðnum Huginn & Muninn, skaut fast á ráðherrann. „En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf,“ skrifaði pistlahöfundurinn og reiddi hátt til höggs.

Sama enduróm birtist síðan í pistli Andrésar Magnússonar, vopnabróður Gísla Freys, í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann fór yfir stöðuna við Austurvöll. „Flestir sjálfsagt með hugann annars staðar, eins og raunar atvinnuvegaráðherrann Hanna Katrín Friðriksson, sem fór frekar með fjölskyldunni í golf en að koma í þingið,“ skrifaði Andrés.

Ragnhildur Sverrisdóttir. Mynd/hinsegindagar.is

Vippaði kúlunni tilbaka í Þjóðmála-glompuna

Ragnhildur, eiginkona Hönnu Katrínar, vippaði golfkúlunni hins vegar snyrtilega tilbaka í Þjóðmála-glompuna og benti á að skráning á rástíma væri ekki það sama og spila hring, áætlanir eigi það til að breytast.

„Það er ekki hið sama að skrá sig í golf og ná að mæta. Það varð ekkert úr golfi hjá okkur Hönnu Katrínu í dag. Hún hafði öðru að sinna. Kannski komumst við í fyrramálið. Ég væri kát með það, enda sjálf í fríi, eins og stóð reyndar til hjá okkur báðum,“ skrifað Ragnhildur í athugasemd við pistil Viðskiptablaðsins í gær en svarið skilaði sér greinilega ekki upp í Hádegismóa fyrir blað dagsins.

Í umfjöllun Vísis sem birtist nú fyrir stundu kemur hins vegar fram að Hanna Katrín og Ragnhildur hafi náð að skella sér í golf núna í morgunsárið í Borgarnesi. Hún var því ekki viðstödd þegar þingfundur hófst kl.10 í morgun þar sem til umræðu er fjármálaáætlun, síðari umræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar