fbpx
Miðvikudagur 28.maí 2025
Eyjan

Trump með ótrúlega staðhæfingu um Biden – „Þetta eru föðurlandssvik á hæsta stigi!“

Eyjan
Mánudaginn 26. maí 2025 07:00

Trump og Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump setti nýlega fram ótrúlega staðhæfingu um forvera sinn í forsetaembættinu, Joe Biden. Þessi staðhæfing, eða bara samsæriskenning, snýst um að hann sakar ákveðna aðila um að hafa notfært sér Biden.

Hann segir að þeir hafi notfært sér Biden sem hafi þjáðst af „skertri vitsmunastarfsemi“.

„Joe Biden vildi ekki opin landamæri, hann talaði aldrei um opin landamæri, þar sem allskonar glæpamenn af öllum stærðum geta streymt inn í landið okkar,“ segir Trump í upphafi færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social.

„Það var ekki hans hugmynd að opna landamærin og næstum eyðileggja landið okkar og láta okkur borga mörg hundruð milljarða dollara til að losna við glæpamenn úr landinu okkar og fara í gegnum það ferli sem við erum nú í,“ bætti hann síðan við.

Því næst beindi hann ásökunum sínum að fólki sem stóð Biden nærri: „Þetta var fólk, sem vissi að vitsmunaleg starfsemi hans var skert, sem tók yfir sjálfvirka pennann (penni sem líkir eftir undirskrift fólks, innsk. blaðamanns). Þau stálu bandaríska forsetaembættinu og stofnuðu okkur í mikla hættu. Þetta eru föðurlandssvik á hæsta stigi!“

Síðan hélt hann áfram: „Þau gerðu þetta til að eyðileggja landið okkar. Sá Joe Biden, sem allir þekktu, myndi aldrei leyfa eiturlyfjasölum, meðlimum glæpagengja og andlega vanheilu fólki að flæða stjórnlaust inn í landið okkar. Allt sem maður þarf að gera er að skoða skjölin hans.“

Hann tekur síðan fram að þetta eigi að hafa afleiðingar að hans mati. „Eitthvað mjög alvarlegt ætti að koma fyrir þessa skúrka, sem vilja eyðileggja landið okkar en gátu það ekki af því að ég kom til sögunnar.“

Það þarf varla að taka fram að Trump lagði ekki fram neinar sannanir eða gögn sem styðja þessar staðhæfingar hans.

Þessi skrif hans komu í kjölfar þess að Joe Biden greindist með blöðruhálskrabbamein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið

Steinunn Ólína skrifar: Að fatta fattið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV