fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Eyjan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir verulegt áhyggjuefni hversu mikið ríkið hefur greitt til að verja ólögmætar ákvarðanir í tengslum við rekstur ÁTVR. Hún vakti athygli á þessu á þingi í dag undir liðnum Störf þingsins en þar vísaði hún til svars Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar um málið.

„Svörin sem ég fékk eru bæði áhugaverð en einnig verulegt áhyggjuefni. Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt.“

Bryndís minnir á að Ísland sé réttarríki og því beri að virða niðurstöðu dómstóla. Engu að síður hafi ÁTVR áfram neitað að taka til sölu umþrættar vörur. Bryndís veltir fyrir sér hver beri ábyrgð þegar opinber stofnun hegðar sér með þessum hætti. Eins megi spyrja hvort um sé að ræða kerfisbundið vandamál og hvort einokunarstaða ÁTVR hafi búið til ábyrgðarlausa menningu þar sem stofnunin telur sig ekki þurfa að svara neinum nema sjálfum sér og hvort opinbera félagaformið sé hentugt fyrirtæki sem hefur einokun á markaði.

„Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð. Þetta er prófraun á virðingu okkar fyrir lögum og stjórnarskrárvörðum réttindum fyrirtækja og einstaklinga. Við eigum ekki að horfa á aðgerðarlaus eins og hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra virðist ætla að gera. Við eigum að laga það sem hefur misfarist.“

Samkvæmt svari Daða við fyrirspurn Bryndísar hefur ÁTVR ekki tekið umræddar vörur til sölu vegna ákveðins ómöguleika. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hefði verið óheimilt að taka tvær tegundir bjórs, frá innflytjandanum Dista ehf, úr hillum vínbúða á grundvelli viðmiðs um framlegð. Samkvæmt lögum bæri að velja vörur inn eftir eftirspurn. Daði Már benti í svari sínu á að hér sé í raun ekki bara um þessar tvær tegundir bjórs að ræða heldur allar vörur sem ÁTVR hefur tekið úr sölu á grundvelli framlegðarviðmiða. Hér sé um töluvert magn af vörum að ræða og ÁTVR hafi aðeins yfir takmörkuðu húsrými að ráða og geti því ekki brugðist við niðurstöðu Hæstaréttar með því að taka vörurnar til sölu. Eins hafi ÁTVR óskað eftir áfrýjun til Hæstaréttar í öðru ágreiningsmáli við sama innflytjanda.

Daði benti eins á að afstaða ÁTVR til þess hvort tilteknar vörur séu teknar til sölu sé hvorki teknar af ráðherra né borin undir hann og samkvæmt stjórnsýslurétti sé það ekki sjálfgefið að þegar stjórnvaldsákvörðun er felld úr gildi skuli það leiða til þess að fyrra ástandi sé komið á. Þýðing niðurstöðunnar sé undirorpin mati hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna