DOGE hefur rekið opinbera starfsmenn í þúsundatali og skorið niður í bákninu að eigin sögn og segir Musk að þetta hafi sparað skattgreiðendum milljarða dollara.
En nú virðist sem sparnaðurinn sé ekki eins mikill og Musk vill vera láta því himinhár reikningur er að lenda á skattgreiðendum vegna allra brottrekstranna.
Óhagnaðardrifnu samtökin The Partnership for Public Service telja að brottrekstrar, endurráðningar og glötuð framleiðni muni kosta skattgreiðendur 135 milljarða dollara en það svarar til um 17.300 milljarða króna.
The New York Times skýrir frá þessu og segir að þetta sé ekki öll sagan því Budget Lab, hjá Yale háskólanum, telji að uppsagnir ríkisstarfsmanna kosti ríkissjóð sem svarar til 1.150 milljarða króna í tekjur.
Þá á eftir að útkljá fjölda dómsmála vegna sparnaðaraðgerðanna og gætu dómsmálin bætt enn við kostnað ríkisins.
Það er því hætt við að sá mikli sparnaður sem Musk lofaði skattgreiðendum verði mun minni en lagt var upp með og jafnvel enginn.
Musk lofaði að ná fram sparnaði upp á 1 billjarð dollara en nýlega viðurkenndi hann að það sé ekki hægt og að sparnaðurinn verði væntanlega um 150 milljarðar dollara eða aðeins 15% af því sem lagt var upp með.