fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Flokkssystir Trump – „Við erum öll hrædd“

Eyjan
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 10:30

Lisa Murkowski. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar um allan heim fylgjast náið með Lisa Murkowski sem er þingmaður úr Repúblikanaflokknum og situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alaska. Ástæðan er að hún hefur ítrekað verið gagnrýnin á flokksbróður sinn, Donald Trump forseta, og hefur greitt atkvæði gegn lagafrumvörpum sem honum hugnast vel.

Hún hefur setið árum saman í öldungadeildinni og er einn fárra Repúblikana sem hafa þorað að gagnrýna Trump.

Børsen segir að á ráðstefnu í síðustu viku hafi hún verið spurð hvað hún vilji segja íbúum í Alaska sem óttast hvaða aðgerða stjórn Trump getur gripið til næst.

„Við erum öll hrædd,“ sagði hún.

Politico hefur eftir henni að hún sé oft hikandi við að mæla Trump í mót af ótta við viðbrögð hans.

„Hann hefur fengið alla til að þegja. Fólk segir ekki eitt orð, því það er hrætt við að vera dregið niður í svaðið, að vera haft að háði og spotti og að vera uppnefnt í fjölmiðlum,“ sagði hún að sögn ABC News í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar