fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Eyjan
Sunnudaginn 14. júlí 2024 15:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir, segist nú hanga iðjulaus heima alla daga og mæna út um gluggann á íslenska sumarið sem aldrei kemur.

„Nú horfi ég út um stofugluggann á sumarið í iðjuleysi mínu, sem minnir á sumrin þegar ég var barn og unglingur og vísindamenn sögðu mér að nú væri litla ísöldin komin þrátt fyrir mikla aukningu á koltvísýringi í andrúmsloftinu af mannavöldum,“ 

segir Brynjar í færslu á Facebook, en hugleiðingar hans þar vekja jafnan kátínu og umræðu vina hans á samfélagsmiðlinum. Hann segir það kvíðavaldandi fyrir konuna að hafa hann heima allan daginn: 

„Þótt Soffía þjáist af loftslagskvíða er hann smámál miðað við kvíðann að hafa mig heima alla daga. Hún sendir mig gjarnan út í búð til að kaupa einn hlut í einu þannig að ég þurfi að fara 10-20 sinnum í búðina á hverjum degi. Hún hefur lagt til að ég gangi hringinn í kringum landið, eins og Reynir Pétur forðum daga, og safni áheitum fyrir sjálfan mig. Ég þurfi hins vegar að læra að vera jákvæður eins og hann.“ 

Konan vill helst að Brynjar fari aftur að vinna, en hann er orðinn 63 ára og gæti því átt nokkur góð ár eftir. 

„Þá vill Soffía að ég fari að vinna og spurði hvort ég gæti bara ekki opnað lögmannstofuna aftur. Og af því að ég væri svo athyglissjúkur gæti ég rekið málin mín í fjölmiðlum eins og stjörnulögmennirnir gera. En hún benti mér á að það þýddi lítið fyrir mig að fara að kenna í háskólunum aftur. Nemendur í dag vilja ekki láta græta sig alla daga.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis