fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Kosningin frá 2001 kom í bakið á Ásahreppi – Rangárþing ytra neitaði viðræðum um sameiningu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. júní 2024 16:07

Ásahreppur er grænmerktur, Rangárþing ytra rauðmerkt og Rangárþing eystra blámerkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Á-listans, sem sitja í meirihluta, í sveitarstjórn Rangárþings ytra höfnuðu sameiningarviðræðum sem Ásahreppur stakk upp á. Rifjað var upp að íbúar Ásahrepps hefðu hafnað sameiningu fyrir þremur árum síðan.

Hreppsnefnd Ásahrepps vildi hefja sameiningarviðræður við nágranna sína í Rangárþingi eystra og ytra. En bæði sveitarfélögin eru mun fjölmennari en Ásahreppur. Á-listinn hins vegar hafnaði þessu.

Rifjað var upp að íbúar Ásahrepps hefðu hafnað sameiningu í kosningu í september árið 2021. En þá var kosið um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga auk Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum nema Ásahreppi og féll hún því um sjálfa sig.

Í bókun Á-listans segir einnig að könnun hafi verið gerð um sameiningu samfara forsetakosningum í Ásahreppi. 56 prósent hafi ekki viljað sameinast öðru sveitarfélagi.

„Það er því mat undirritaðra að það sé ekki gott veganesti inn í sameiningarviðræður þessara sveitarfélaga,“ segir Á-listinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk