fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Bragi fær biðlaun sem Fjóla fékk ekki – „Til marks um það sem koma skal hvar sérhagsmunum Sjálfstæðismanna er hampað á kostnað almennings“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 31. maí 2024 13:30

Bragi fær búbót í nýjum ráðningarsamningi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Bjarnason, nýr bæjarstjóri Árborgar, fær þriggja mánaða biðlaun í lok kjörtímabils ef ekki verður af endurráðningu. Slíkt ákvæði var ekki í ráðningarsamningi forvera hans, Fjólu Steindóru Kristinsdóttur.

Skrifað var undir ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra á fundi bæjarráðs í gær. Mótmæltu fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar, þau Arnar Freyr Ólafsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, ákvæðum um biðlaun.

„Í fyrri samningi við fráfarandi bæjarstjóra var ekki slíkt ákvæði. Áætluð kostnaðaraukning á bæjarsjóð vegna biðlauna er um 6 mkr. Er því um að ræða verulega hækkun á milli launasamninga sem við föllumst ekki á,“ segja fulltrúarnir í bókun á fundinum.

Niðurskurður og uppsagnir

Mikið hefur gengið á í bæjarstjórnarpólitíkinni í Árborg undanfarið. Sjálfstæðismenn unnu hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022. Ákveðið var að Fjóla, sem var í öðru sæti á listanum, yrði bæjarstjóri í tvö ár en síðan tæki oddvitinn Bragi við.

Þegar hennar bæjarstjórnartíð var að ljúka ákvað hún hins vegar að virða ekki samkomulagið og sagði sig úr meirihlutanum. Gerðu þá hinir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins meirihlutasamkomulag við Áfram Árborg, lista Pírata, Viðreisnar og óháðra í sveitarfélaginu.

Sjá einnig:

Árborg á barmi gjaldþrots:Laun formannsins hækkuðu um 90% á einu ári

Erfiðleikar hafa verið í rekstri sveitarfélagsins, sem hefur vaxið á gríðarlegum hraða á undanförnum árum, og hefur niðurskurðarhnífurinn verið á lofti með tilheyrandi uppsögnum og sársauka. Þá hefur mikið gengið á í skipulagsmálum og hinn nýi bæjarstjóri verið sakaður um að hampa einu fasteignafélagi og greina ekki frá styrkjum í kosningasjóði.

Laun formanns bæjarráðs hækkuð án rökstuðnings

Fulltrúar minnihlutans segja í bókun sinni frá því í gær að ráðning nýs bæjarstjóra hefði verið tækifæri til að spara. En í samningnum hans eru laun óbreytt með vísitölutengingu miðað við fyrri bæjarstjóra.

„Undrast undirrituð að ekki hafi verið notað tækifærið og laun lækkuð við núverandi tímamót, vegna reynsluleysis bæjarstjóra, en kostnaðaraukning í launasamningi bæjarstjóra nemur rúmlega árlegum kostnaði við dagþjónustu eldri borgara sem hefur verið lögð niður í sumar vegna fjögurra milljóna kostnaðar,“ segir þau og nefna að til viðbótar hafi nefndarlaunum formanns bæjarráðs, Sveins Ægis Birgissonar, hækkað úr 21 prósent af þingfararkaupi eins og samþykkt var í fjárhagsáætlun í 42 prósent án rökstuðnings.

„Teljum við þessar sértæku tekjuaukningar til marks um það sem koma skal hvar sérhagsmunum Sjálfstæðismanna er hampað á kostnað almennings með stuðningi og velþóknun Pírata, óháðra og Viðreisnar í Á lista,“ segja þau að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt