fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Netverslun með áfengi: Hagkaup opnar áfengisverslun í Skeifunni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2024 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í næsta mánuði hyggjast Hagkaup opna netverslun með áfengi. Til að byrja með verður verslunin í verslun Hagkaupa í Skeifunni, Þetta kom fram á máli Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa, á morgunverðarfundi sem haldinn var á vegum Morgunblaðsins í morgun.

Í samtali við Eyjuna segir Sigurður að þrátt fyrir að verslunin í Skeifunni sé opin allan sólarhringinn verði áfengisverslunin fyrst um sinn opin frá kl. 12-21. Viðskiptavinir geti valið um að skanna QR-kóða er þeir koma inn í verslunina og áfengispöntunin sé tekin saman á meðan þeir versla inni í búðinni og viðskiptavinir geti síðan sótta áfengið á þjónustu borð er þeir hafa lokið innkaupunum eða að panta á netinu og sækja pöntunina í verslunina.

Sigurður segir að þótt ekki verði hægt að kaupa áfengi nema milli kl. 12 og 21 verði hægt að sækja pantanir utan þess tíma. Einnig verði hægt að sækja pantanir í aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar en í Skeifunni verði bið upp á allt að tvær klukkustundir þar til hægt sé að sækja vörurnar.

Aðspurður segir Sigurður að áfengi í netverslun Hagkaupa með áfengi verði ekki dýrari en í Vínbúðinni. Enn fremur verði mjög hagstætt verð á tilteknum tegundum. Hagkaup muni verða í nánu samstarfi við sína birgja og leyfa viðskiptavinum að njóta hagstæðra innkaupa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist