fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Eyjan

Segir örvæntingu Pútíns vera hættulega

Eyjan
Sunnudaginn 31. mars 2024 20:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir að enginn utan þröngs samsærisheims Pútíns trúi því að Úkraínumenn með aðstoð leyniþjónustu Bandaríkjanna, hafi eitthvað haft að gera með hryðjuverkaásina í tónleikasalnum í Croscus-miðstöðinni þann 22. mars síðastaliðinn. Pútín og Rússar hafa reynt að klína ábyrgðinni af árásinni á Úkraínu en þó hafa hryðjuverkasamtökin ISIS lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Björn segir í grein í Morgunblaðinu:

„Kreml­verj­ar eru orðnir svo samdauna lyg­inni í gervi­heim­in­um sem þeir skapa með áróðri sín­um og inn­ræt­ingu að eng­ar viðvar­an­ir duga um al­var­lega hættu sem steðjar að þeim og borg­ur­um þeirra.“

Hann bendir á að Pútín hafi tekið viðvörunum Bandaríkjamanna um yfirvofandi hryðjuverkaárás sem ögrun og ekki tekið mark á henni. Hann bendir á að við Crocus-tónleikasalinn hafi ekki verið nein öryggisægsla enda snúist allt öryggiskerfi ríkisins um Pútín og þá sem standa honum næstir.

Björn vitnar til ummæla sérfræðingins Owen Matthews sem segir ógnvekjandi að samsæriskenningar og ímyndanir einkenni málflutning upplýsingafulltrúa Rússlands, ríkis sem er kjarnorkuveldi og á fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Björn segir ennfremur:

„Þegar Pútín komst til valda fyr­ir ald­ar­fjórðungi lofaði hann Rúss­um vel­sæld og ör­yggi enda fengi hann að skerða frelsi þeirra, seg­ir Matt­hews. Nú séu þess­ar for­send­ur brostn­ar. Hann hafi enga burði til að tryggja þjóðarör­yggi. Hon­um hafi mistek­ist að leggja und­ir sig Úkraínu með leift­ur­sókn árið 2022. Árið 2023 hafi Jev­geníj Prígó­sjín næst­um tek­ist að fella hann með einka­her sín­um. Nú sitji hann uppi með hryðju­verk í Moskvu þótt banda­ríska leyniþjón­ust­an hafi rétt gjör­ónýt­um þjóðarör­ygg­is­stofn­un­um hans hjálp­ar­hönd. Pútín hef­ur svipt Rússa ör­yggi og vel­sæld er dóm­ur Owens Matt­hews.

Þetta er öm­ur­leg og hættu­leg staða í öllu til­liti nú um páska 2024. Hún batn­ar ekki við að ör­vænt­ing Pútíns fái út­rás með hryðju­verk­um hans í Úkraínu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar