fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Eyjan

Krefur Baldur um svar „en hvorki útúrsnúningar né skítkast frá sjálfskipuðum talsmönnum hans eða almannatenglum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við afstöðu Baldurs til Icesaveskuldauppgjörs og Evrópusambandsins má telja að engin mál sem rata til afgreiðslu á Alþingi frá Evrópusambandinu munu að hans mati teljast svo mikilvæg að þjóðin hafi eitthvað um þau að segja, þó bænaskjal verði sent. Forseti má aldrei óttast handhafa löggjafar- og framkvæmdavalds, eins og reyndin var með Vigdísi Finnbogadóttir, sem ekki treysti sér til að standa með þjóðinni þegar leitað var til hennar með ósk um að vísa lögum um samninginn um hið evrópska efnahagssvæði í þjóðaratkvæði,“ 

segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður.

„Pólitískur forseti stendur væntanlega frammi fyrir þeirri spurningu hvort beita þurfi 26. gr. stjórnarskrárinnar til að forða þjóðinni undan ákvörðunum misvitra stjórnmálamanna, eins og Ólafur Ragnar þurfti þrisvar.“

Segir Sigurður spurninguna tilkomna vegna meðfylgjandi brots úr viðtali við frambjóðandann á visir.is þegar Icesave var til umfjöllunar á Alþingi.

Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn á fundi sem hann hafði boðað til í Bæjarbíói. Þétt setið var í salnum og var tilkynningu Baldurs tekið með miklum fagnaðarlátum og klappi.

Sjá einnig: Baldur býður sig fram til forseta

„Baldur vill liðlega áratug frá hruni verða forseti. Baldur ætlar að vera pólitískur forseti, ef marka má yfirlýsingar hans þegar hann kynnti framboð sitt á dögunum í hópi vandamanna og vina í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Frambjóðandinn fékk strax mikinn meðbyr og virðist fljótt á litið sigla lygnan sjó til Bessastaða á forsendum góðra almannatengsla, en ekki kynningar á málefnum,“ segir Sigurður og rekur feril Baldurs á sviði stjórnmálanna.

„Baldur var varaþingmaður Samfylkingarinnar þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússon (2009 til 2013) vildi vegna þrýstings frá Evrópusambandinu gera samninga við ensk og hollensks stjórnvöld um að Íslendingar öxluðu ábyrgð á Icesaveskuld Landsbanka Íslands hf. við breska og hollenska innstæðueigendur; hóp einstaklinga og lögaðila sem lánað höfðu Landsbanka Íslands hf., peninga gegn betri vöxtum en aðrir bankar höfðu boðið.

Ríkisvæða skyldi Icesaveskuldina í þágu Evrópusambandsins og samstöðu með þjóðum innan bandalagsins; bandalags og þjóða sem ekkert höfðu gert fyrir Ísland fyrir hrunið 6. október 2008. Og ekki skánaði afstaða þess og einstakra þjóða eftir hrunið þegar Bretar beittu hryðjuverka löggjöf gegn Íslandi.

Baldur var skeleggur talsmaður ríkisvæðingar Icesvaveskuldanna.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók fram fyrir hendur einkaskuldaríkisvæðingarsinna með því að synja í tvígang staðfestingu laga um Icesaveuppgjör á kostnað ríkissjóðs, enda forsetanum ljós vilji stórs hluta þjóðarinnar.

Þjóðin hafði sigur gegn Alþingi og ríkisstjórn.

Forsetinn fékk bágt fyrir frá einkaskuldaríkisvæðingarsinnum, sem flestir voru á vinstri væng hins pólitíska litrófs og höfðu verið dyggir stuðningsmenn hans þegar hann stöðvaði fjölmiðlalögin 2004.“

Vill skýrt svar frá Baldri sjálfum

Segir Sigurður að Baldur þurfi því nú að „svara skýrt og án útúrsnúninga við hvaða aðstæður hann telji að 26. gr. stjórnarskrárinnar kunni að verða beitt og að hann heiti því að virða vilja þjóðarinnar umfram sína eigin pólitísku afstöðu.

Þá getur orðið vík milli vina, það sönnuðu Icesavemálin, og ekki er víst að klappið komi frá þeim sem klöppuðu í Bæjarbíói,“ segir Sigurður.

Sigurður segir forsetaembættið mikilvægt og sennilega aldrei mikilvægara en nú þegar alls kyns dellupólitík almannatengla virðist ráða för og tjáningarfrelsið á undir högg að sækja vegna pólitísks réttrúnaðar.

Sigurður óskar eftir efnislegu svari frá frambjóðandanum Baldri, „en hvorki útúrsnúningar né skítkast frá sjálfskipuðum talsmönnum hans eða almannatenglum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu á hálfs árs afmæli eigin afsagnar

Bjarni tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu á hálfs árs afmæli eigin afsagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu

Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu