fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

60 prósent telja of margt flóttafólk fá hæli á Íslandi – Píratar skera sig úr

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 15:00

Afstaðan hefur breyst mikið á tveimur árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný könnun Maskínu sýnir að meirihluti landsmanna telji of margt flóttafólk fá hæli hér á Íslandi. Talan hefur rokið upp á tveimur síðustu árum.

60 prósent telja fjöldann of mikinn, sem er það sama og í sambærilegri könnun í fyrra. En á árunum 2017 til 2022 var hlutfallið mun lægra, á bilinu 24 til 32 prósent. Er því um tvöföldun að ræða.

17 prósent telja að Ísland veiti of fáum flóttafólki hæli og 23 prósent telja fjöldann hæfilegan. Þetta er sama hlutfall og á síðasta ári.

Árið 2021 töldu 39 prósent að Ísland veitti of fáu flóttafólki hæli. Viðsnúningurinn er því mikill.

Þegar litið er til einstakra hópa sést að karlar eru umtalsvert neikvæðari gagnvart flóttafólki. Rúmlega 67 prósent þeirra telja fjöldann of mikinn en aðeins 52 prósent kvenna.

Rúmlega 24 prósent kvenna telja fjölda flóttafólks of lítinn hér á landi, sem er reyndar aukning um tvö prósent frá því í fyrra. Aðeins tæplega 11 prósent karla telja fjölda flóttafólks of lítinn.

Píratar langjákvæðastir

Fólk með minni menntun er almennt neikvæðara gagnvart flóttafólki en hámenntaðir. Þá er neikvæðnin meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Neikvæðast er fólk á Austurlandi, 71 prósent. Í Reykjavík telja tæplega 51 prósent að tekið sé við of mörgum flóttamönnum.

Munurinn er töluverður á milli stuðningsfólks stjórnmálaflokkanna. Kjósendur Miðflokksins eru neikvæðastir í garð flóttafólks, tæplega 95 prósent. 86 prósent Sjálfstæðismanna telja flóttamenn of marga, 84 prósent kjósenda Flokks fólksins, 69 prósent Framsóknarmanna, 47 prósent Vinstri grænna, 40 prósent Samfylkingarfólks, 34 prósent Viðreisnarfólks,  26 prósent Sósíalista og 6 prósent Pírata.

Könnunin fór fram dagana 2. til 13. febrúar og svarendur voru 967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus