fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Segir að 0 prósent launahækkun hefði afgerandi áhrif á efnahagslífið

Eyjan
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 11:30

Jón Bjarki Bentsson. Skjáskot mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef vinnumarkaðinum tækist að semja um núll prósent launahækkanir næstu 12 mánuði þá gæti það haft afgerandi áhrif á þróun efnahagsmála. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í viðtali við Spursmál á mbl.is.

„Ég held að það hlyti að hafa all­nokk­ur og eig­in­lega tals­vert mik­il áhrif. Við sáum þetta auðvitað ger­ast í þjóðarsátt­inni frægu í upp­hafi 10. ára­tug­ar og það kom svo­lítið til, ekki af góðu, að það var orðið ástand sem var ekki leng­ur við unað. Rekstr­ar­grund­völl­ur fyr­ir­tækja var orðinn mjög erifður og það skildu all­ir að það hafði ekki orðið nein kaup­mátt­ar­aukn­ing hjá launþegum og svo fram­veg­is. Vilj­inn var mjög gagn­kvæm­ur þá,“ segir Jón Bjarki.

Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka fram til ársins 2027 er hins vegar gert ráð fyrir að laun hækki um 6,5% á þessu ári. En Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur viðrað þá hugmynd að engar launahækkanir verði næstu 12 mánuði en á móti þá dragi allir opinberir aðilar og fyrirtæki innan SA til baka gjaldskrár- og verðhækkanir sem tóku gildi um áramótin.

Jón Bjarki segir stemninguna í umræðum um kjaramál vera að breytast til hins betra:

„Menn hafa haft af því áhyggj­ur að flest­ir vildu að „hinir“ myndu taka á sig þess­ar byrðar. En ég tek und­ir það með þér að það eru meiri teikn á lofti, maður heyr­ir það úr fleiri átt­um að það sé vilji til að vera með í þessu átaki og passa upp á að verða ekki ein­hvern veg­inn sá sem hleyp­ir þessu í háa loft. At­hygl­is­verð þessi um­mæli Vil­hjálms og við skul­um sjá hverju fram vind­ur í þess­ari umræðu. Hann er bú­inn að kasta þess­ari hug­mynd þarna út og er svo­lítið að skora á op­in­beru aðilana og fyr­ir­tæk­in auðvitað, smá­sölu­fyr­ir­tæk­in og aðra að leggj­ast á þessa ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til