fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Eyjan

Björn Ingi segir vaxandi líkur á að Katrín fari í forsetaframboð

Eyjan
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxandi líkur eru sagðar á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, fari í forsetaframboð í vor. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi, í pistli á vef Viljans.

Guðni Th. Jóhannesson mun sem kunnugt er láta af embætti eftir átta ár sem forseti og verður því kosið um nýjan forseta í sumar. Nokkrir hafa þegar boðið sig fram, ýmsir hafa verið orðaðir við framboð og er Katrín í þeim hópi. Hún hefur ekki útilokað forsetaframboð en sagði í viðtali við mbl.is á nýársdag:

„Ég er bara í mínu starfi á mín­um stað og brenn fyr­ir því og hef ekki hugsað mér til neins hreyf­ings.“

Í pistli sínum segir Björn Ingi að í nánasta ráðgjafahópi Katrínar sé verið að vega og meta stöðuna.

„Þrátt fyrir erfiðleika ríkisstjórnarinnar undanfarin misseri og hratt minnkandi vinsældir stjórnarflokkana, þar með talið Vinstri grænna, er enn talið að Katrín muni njóta mikils fylgis í forsetakosningum þar sem hún höfðar til miklu stærri hóps en kjósenda Vinstri grænna. Og það er óumdeilt, að Katrín Jakobsdóttir nýtur mikillar virðingar á þingi, þvert á flokka. Hún þykir einfaldlega mjög heilsteypt og góð manneskja,“ segir Björn Ingi og bætir við að margir telji hana hafa sýnt leiðtogahæfileika sína með því að halda enn saman ríkisstjórn í þeim mikla öldusjó sem einkennt hefur samstarfið undanfarin misseri.

Björn Ingi segir að staða Katrínar sé svo sterk að aðrir mögulegir frambjóðendur vilji bíða og sjá hvort hún býður sig fram. Þeir séu með „þreifara“ úti til að spyrjast fyrir um möguleika á framboði hennar.

„Í þeim hópi eru stórkanónur á borð við Jón Gnarr leikara og fv. borgarstjóra, Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund og fv. forstjóra hjá Sony, og Höllu Tómasdóttur, frumkvöðul og fv. forsetaframbjóðanda. Ekkert þeirra vill bjóða sig fram meðan líkur eru til þess að forsætisráðherrann taki slaginn, sem er til marks um stöðu hennar,“ segir Björn Ingi.

Pistilinn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hvað segja Bretar nú um Brexit?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu