fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Eyjan

Stefán bendir á sláandi staðreynd um skattbyrði landsmanna á tíma Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu

Eyjan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus í félagsfræði, bendir á að þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tali mikið um að lækka skatta. Sagan sýni því að flokkurinn gleymi að taka fram að þetta eigi ekki við um alla, heldur bara þá sem minnst þurfa á því að halda.

Stefán skrifar á Facebook:

„Sjálfstæðismenn tala mikið umað þeir lækki skatta á almenning – en þeir lækka yfirleitt eingöngu skatta á hátekju- og stóreignafólk, fyrirtæki og fjármagn. Á móti hafa þeir hækkað skatta á lægri og milli tekjuhópa launafólks og lífeyrisþega.“

Stefán birtir mynd með færslu sinni þar sem má sjá hvernig skattbyrði ólíkra tekjuhópa breyttist á árunum 2013-2023, en á þeim tíma stýrðu Sjálfstæðismenn fjármálaráðuneytinu, lengst af Bjarni Benediktsson sem nú er forsætisráðherra.

„Skattbyrðin hækkaði á átta lægstu tekjuhópana, þ.e. á tekjulægri 80% framteljenda, en hjá þeim 20 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar lækkaði skattbyrðin, einkum vegna aukinna fjármagnstekna sem bera minni skattbyrði en laun og lífeyrir.“

Á myndinni má sjá að skattbyrðin hækkaði í tekjulægri hópum en lækkaði töluvert hjá þeim tekjuhæstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði