fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Uppgjöf Sigurðar Inga – óvíst að veðmálið með Höllu Hrund gangi upp

Eyjan
Mánudaginn 21. október 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom nokkuð á óvart þegar tilkynnt var fyrir helgi að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefði ákveðið að gefa eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi; fara sjálfur í annað sæti listans en fá Höllu Hrund Logadóttur, orkumálastjóra og fyrrverandi forsetaframbjóðanda, til að leiða lista flokksins.

Staða Framsóknar er ekki burðug þessa dagana. Samkvæmt skoðanakönnunum fær flokkurinn fjóra þingmenn og engan þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur er formaður flokksins ekki inni sem kjördæmakjörinn þingmaður í þessu fyrrum vígi Framsóknar.

Orðið á götunni er að Sigurður sé farinn að sýna þreytumerki og að þessi ákvörðun hans beri merki um ákveðna uppgjöf. Eins og útlitið er gæti farið svo að Framsókn fengi kannski fimm þingmenn og hlutskipti hans yrði þá að leiða fimm manna þingflokk í stjórnarandstöðu. Slík er ekki fýsilegt fyrir mann sem með nokkurra mánaða hléi 2017 hefur setið í ríkisstjórn síðustu 11 árin og meira að segja gegnt forsætisráðherraembættinu um skamma hríð.

Orðið á götunni er að með þessu útspili telji Sigurður Ingi sig vera að slá tvær flugur í einu höggi. Takist Höllu Hrund ekki að rífa upp fylgi Framsóknar á Suðurlandi, og jafnvel á landsvísu, sé ljóst að þingferli Sigurðar Inga er lokið. Hann losnar þá undan því að þurfa að setjast á þing eftir kosningar sem leiðtogi smáflokks í stjórnarandstöðu.

Gangi útspilið upp lítur Sigurður Ingi hins vegar út eins og djúpvitur og hugrakkur leiðtogi og getur væntanlega leitt flokk sinn inn í nýja ríkisstjórn.

Orðið á götunni er að margt sé óvisst í þessu og þó að Halla Hrund hafi heillað þjóðina í vor og náð góðu forskoti snemma í kosningabaráttunni hafi henni fatast flugið vegna þess að henni tókst ekki að verjast rætnum árásum Ríkisútvarpsins og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins á Morgunblaðinu með trúverðugum hætti. Óvíst sé því hvort í henni búi pólitískur leiðtogi sem haft geti í fullu tré við reynda stjórnmálaforingja þegar á hólminn er komið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast