fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum

Eyjan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 13:00

Kolbrún Baldursdóttir er nýr þingmaður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, kallar eftir óháðri úttekt á bæði bensínstöðvalóðamáli Reykjavíkurborgar sem og á starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Ekki nægi að fá innri endurskoðun borgarinnar til að gera slíkar úttektir heldur þurfi að fá inn aðila með viðeigandi sérfræðiþekkingu og séu án tengsla við rekstur eða stjórn borgarinnar. Þetta kom fram í ræðu Kolbrúnar í seinni umræðu borgarstjórnar um ársreikning 2023.

Í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag sagði Kolbrún m.a.:

„Flokkur fólksins ítrekar tillögu sína sem lögð var fram 9. apríl sl. í borgarstjórn Reykjavíkur um að fá óháða úttekt á fjármálasýsli þjónustu- og nýsköpunarsviðs og þarf sú úttekt að ná aftur til 2019.

Það er mat Flokks fólksins að Innri endurskoðun sé ekki til þess verks fallin heldur þurfi nýja og ferska aðila að borðinu sem ekki hafa áður verið hluti af borgarkerfinu. Í úttektarteymi þurfa að sitja fagmenn – sérfræðingar sem þekkja hinn stafræna heim í þaula.

Sama má segja um úttekt á besínstöðvalóðamálinu. Þar dugar Innri endurskoðun alls ekki heldur verður að fá ferska og fullkomlega óháða nýja aðila að verkinu sem hafa klárlega engin tengsl eða tengingar við borgina og eru með það sem til þarf til að skoða slík mál með faglegum hætti.

Og af hverju úttekt? Jú af því það er löngu tímabært að borgarbúar fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort þeir miklu fjármunir sem þeir hafa verið að greiða í stafræna vegferð undanfarin ár, hafi með flestum hætti skilað sér í formi tilbúinna lausna sem nú þegar ættu að hafa litið dagsins ljós. Og að sama skapi verður að skoða þetta bensínstöðvarmál ofan í kjölinn. Sumir þessara samninga við olíufélögin voru afleikur. Samningarnir eru taldir vera lögmætir, en það er ekki það sama og að segja að þeir séu borginni hagstæðir, sem þeir eru sennilega ekki. Líklega munu olíufélögin hagnast verulega, fjármagn sem hefði verið vel þegið að fá í borgarsjóð og nota þá til að bæta þjónustu við borgarbúa.“

Bókhalds-kraðak

Við þetta bætir Kolbrún að eins megi skoða  þann kostnað sem fellur til vegna kaupa borgarinnar á þjónustu verkfræði- og arkitektastofa. Tugir milljóna renni til slíkra félaga á ári hverju, bæði innlendra og erlendra aðila. Hins vegar sé erfitt að átta sig á umfanginu þar sem kostnaði sé skipt niður á marga bókhaldslykla.

„. Eins og staðan er núna virðist bókhaldið hálfgert kraðak, þar ægir of mörgu saman og erfitt að draga nokkuð þar út með nákvæmni. Á einn og sama lykil er hægt að setja of margt og sumar tölur eru ekki sundurliðaðar þótt þær tilheyri ólíkum verkþáttum. Sem dæmi ef óskað er eftir upplýsingum um ráðgjafakaup er það ekki hægt því að upphæðin sem ráðgjöf kostaði er samofin kaupum á annarri þjónustu af annarri gerð . Eins og staðan er núna er því mjög auðvelt að fela kaup og ástæðurnar fyrir þeim.“

Borgarbúar bíða enn

Kolbrún beindi svo orðum sínum til meirihlutans, þá einkum borgarfulltrúa Framsóknar, en hún telur illa hafa gengið að efna kosningaloforðin eða markmið meirihlutasáttmála. Staðan í borginni sé nánast óbreytt og hafi íbúar lítið fundið fyrir þeim stórkostlegu úrbótum sem meirihlutinn stæri sig af. Enn sé borgin rekin í miklum halla, enn séu á annað þúsund börn á biðlista eftir leikskólaplássi og enn séu foreldrar að líða fyrir vanrækslu borgarinnar á viðhaldi skólabygginga.

„Þegar þetta er dregið saman þá er ástandi í leik- og daggæslumálum borgarinnar með öllu óásættanlegt. Foreldrar hafa liðið lengi fyrir óvissuna og fulltrúar leikskólastjóra hafa komið með alvarlegar athugasemdir um stöðuna. Bréf frá örvæntingarfullum foreldrum berast til borgarfulltrúa reglulega. Börn, jafnvel 20 mánaða gömul hafa fengið pláss á leikskólum sem á eftir að byggja. Mönnunarvandinn kemur sérlega illa niður á foreldrum sem eru ekki með stuðning fjölskyldu. Ástandið hefur þess utan skapað annað misrétti.“

Svo séu það húsnæðismálin, en þar bóli lítið á loforðum um aukna uppbyggingu. Of mikil áhersla sé lögð á þéttingu byggðar án þess að tillit sé tekið til þess að íbúðir á slíkum þéttingarreitum eru gjarnan rándýrar og því ekki lausn fyrir þá sem þurfa mest á húsnæðislausnum að halda. Leiguverð heldur áfram að hækka og séu lágtekjufólk, öryrkjar og einstæðir foreldrar að kikna undan greiðslubyrðinni. Fátækt sé að aukast, umferðaröngþveiti algengara og ljósastýring borgarinnar í ólestri. Meirihlutinn láti þá sem þurfa mest á bættri grunnþjónustu að halda, mæta afgangi.

Kolbrún sagði tíma kominn til að hemja útgjöld borgarinnar og það án þess að það bitni á lögbundinni grunnþjónustu við fólkið.Aðhald þurfi í ráðningum og veita þurfi stafrænni umbreytingu meira aðhald og gæta þess að farið sé skynsamlega með skattfé.

„Augljóst er að markmiðið er að hemja fjárútlát og það þarf að gerast án þess að það komi niður á lögbundinni þjónustu sem og annarri beinni þjónustu við fólki. Stoppa þarf bruðl, sóun, þenslu og óráðsíu sem víða hefur mátt finna í borgarkerfinu undanfarin ár. Það er komið að þolmörkum og það fyrir löngu.
 „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember