fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Eyjan
Miðvikudaginn 1. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The B Team, sem Halla Tómasdóttir stýrir, hefur það að markmiði að við skilum jörðinni okkar og umhverfi í góðu ástandi til barnanna okkar en leggjum ekki alla áherslu á að hagnast á okkar líftíma á kostnað framtíðarkynslóða. Halla er gestur Eyjunnar í aðdraganda forsetakosninga og ræddi við Ólaf Arnarson um sína sýn á forsetaembættið og það sem hún hefur til brunns að bera til að gegna því, hverju hún vill fá áorkað.:Hér er brot úr viðtalinu.

Eyjan - Halla Tomasdottir - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Tomasdottir - 2.mp4

„Já, ég er sem sagt búin að vera forstjóri The B Team, núna í leyfi frá störfum, frá 2018, eða í sex ár. Þetta er dálítið merkilegt framtak og á kannski ekki sinn líka neins staðar annars staðar og því mikilvægt að fá að segja aðeins frá því,“ segir Halla.

„Þetta er hópur rúmlega 30 alþjóðlegra leiðtoga sem komu saman fyrir rúmlega 10 árum, þannig að ég er búin að vera með rúmlega helminginn af líftíma þessara frjálsu félagasamtaka með þeim, með það markmið að reyna að uppfæra viðmiðin og nálgunina sem við höfum haft í viðskiptum og í efnahagslífinu. Og hvað meina ég þegar ég segi uppfæra, ég meina að við teljum að það að hagnast fyrir hluthafa á kostnað alls annars í samfélaginu sé bara ekki lengur í boði.“

Hér er viðtalið í heild:

Eyjan: Halla Tómasdóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Tómasdóttir

Halla segir að það þurfi ný vinnubrögð, við séum komin að þeim mörkum sem jörðin bjóði upp á. Hún segir traust skorta í samfélögum og vill jafnvel ganga svo langt að segja að samfélagssáttmálinn sé brotinn, stjórnarhættir og siðferði eigi víða undir högg að sækja. Stríð geisi, lýðræði og mannréttindi séu í vörn víða um heim.

„Þessi samtök þessara alþjóðlegu leiðtoga, þetta eru bæði forstjórar stærri og smærri fyrirtækja og fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ég leyfi mér að segja sumir framsýnustu leiðtogar heims, eru að vinna saman að því bæði að sýna með góðu fordæmi að það sé hægt að vinna öðruvísi og líka hagnast, en hagnast á grunni góðra gilda kannski, sem hefur alltaf verið mín helsta ástríða í viðskiptum, að við gerum það, en líka að nota sína sameiginlegu rödd til að hvetja stjórnvöld til að laga leikreglurnar þannig að leikreglurnar séu þannig að næstu kynslóðar bíði bjartari tímar en að við séum ekki að hagnast á okkar líftíma á kostnað framtíðarkynslóða.“

Hægt er að hlusta á viðtalið sem hlaðvarp, án myndar, hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Hide picture