fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Eyjan
Mánudaginn 29. apríl 2024 07:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um aldur þeirra Joe Biden og Donald Trump, sem takast á um forsetaembættið í Bandaríkjunum, enda báðir komnir af léttasta skeiði og hafa margir áhyggjur af að aldur þeirra muni gera þeim erfitt fyrir við að gegna forsetaembættinu.

Joe Biden komið inn á háan aldur sinn nokkrum sinnum á síðustu vikum og á laugardaginn ræddi hann þetta á hinni árlegu samkomu The White House Correspondence Association fyrir fréttamenn.

„Já, aldurinn er umræðuefni. Ég er fullorðinn maður og ég er í framboði gegn sex ára,“ sagði Biden, sem er 81 árs, og vísaði þar auðvitað til Trump og þess að Biden telur hann hegða sér eins og barn

Að venju voru það fréttamenn, sem sækja reglulega fréttamannafundi í Hvíta húsinu, sem mættu í sínu fínasta pússi í veisluna.

Biden hefur reynt að draga upp þá mynd af sjálfum sér að hann sé stabíll og þroskaður. Trump er fjórum árum yngri en Biden það telur Biden ekki að veiti Trump heimild til að segja hann gamlan. „Aldur er raunar það eina sem við eigum sameiginlegt,“ sagði Biden.

Hann nefndi einnig annan mun á þeim tveimur: „Ég nýt stuðnings varaforsetans míns.“ Þar vísaði hann til þess að Mike Pence, sem var varaforseti Trump, hafi gagnrýnt Trump opinberlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“