Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið. Munurinn á fylgi Höllu og Jóns er lítill og ekki er marktækur munur á þeim tölfræðilega vegna vikmarka.
Baldur mælist með 27,2% og Katrín með 23,8%. Vikmörk gera að verkum að það er heldur ekki marktækur munur á fylgi þeirra. Gæti fylgi Baldurs verið 24,6% til 29,9% og fylgi Katrínar 21,3% til 26,4%.
Af öðrum frambjóðendum má nefna að Halla Tómasdóttir mælist með 5,8% fylgi, Arnar Þór Jónsson með 2,8% og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 2,1%. Fylgi annarra mælist enn minna.
Framboðsfresturinn rennur út á föstudaginn og þá mun liggja fyrir hverjir verða í framboði en ekki er víst að öllum frambjóðendum takist að afla tilskilins fjölda meðmælenda og nái að bjóða sig fram.