Í mars urðu 303.000 ný störf til utan landbúnaðarins í landinu en því hafði verið spáð að störfunum myndi fjölga um 213.000.
Bureau of Labor Statistics birtir mánaðarlega skýrslu um þróunina á vinnumarkaðinum en þetta er lykilatriði þegar mat er lagt á þróun mála í bandarísku efnahagslífi.
Leita verður aftur til sjöunda áratugarins til að finna eins langan samfelldan tíma með litlu atvinnuleysi.
Í febrúar urðu 270.000 ný störf til og í janúar 256.000.