fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Eyjan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 17:55

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við lyklum að matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Sigurjón Ragnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG, er orðin matvælaráðherra og gegnir þar með ráðherraembætti í fyrsta skipti.

Bjarkey situr í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við embætti forsætisráðherra í gærkvöld vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur sem er komin í forsetaframboð.

Bjarkey tekur við embætti matvælaráðherra af Svandísi Svavarsdóttur sem verður innviðaráðherra. Á vef Stjórnarráðs er greint frá ferli Bjarkeyjar og þar segir:

„Bjarkey er fædd í Reykjavík 27. febrúar 1965. Hún lauk B.Ed.-prófi í Kennaraháskóla Íslands með áherslu á upplýsingatækni og samfélagsgreinar árið 2005 og diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf í Háskóla Íslands 2008.

Bjarkey var bæjarfulltrúi í Ólafsfirði 2006–2013, formaður svæðisfélags VG í Ólafsfirði 2003–2009, varaformaður VG í Norðausturkjördæmi 2003, formaður 2005–2008 og gjaldkeri 2008–2013. Hún var einnig formaður sveitarstjórnarráðs VG 2010–2013 og hefur setið í stjórn VG frá 2009. Hún settist reglulega á þing sem varaþingmaður Norðausturkjördæmis frá nóvember 2004 til mars 2013 fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og var formaður þingflokks sama flokks árin 2017–2021.

Frá árinu 2013 hefur Bjarkey verið alþingismaður Norðausturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og sat í fjárlaganefnd 2013–2019, 2020–2021 og 2021–2023 (formaður 2021–2023), allsherjar- og menntamálanefnd 2014–2016 og 2019–2021, atvinnuveganefnd 2020 og 2021–, utanríkismálanefnd 2020, kjörbréfanefnd 2017, þingskapanefnd 2019–2021, velferðarnefnd 2023– (formaður 2023–).

Að auki hefur Bjarkey setið í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–2021 og 2021–, þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021 og 2022 til dagsins í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember