fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
Eyjan

Alvarleg staða franskra ríkisfjármála

Eyjan
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 08:00

Emmanuel Macron. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímasetningin gæti eiginlega ekki verið verri. Kosið verður til Evrópuþingsins í júní og Emmanuel Macron og flokkur hans standa illa miðað við skoðanakannanir. Á sama tíma birtast nýjar tölur um stöðu franskra efnahagsmála og þær eru allt annað en glæsilegar og velta sumir fyrir sér hvort landið stefni í gjaldþrot.

Aðvörunarljós hafa blikkað síðustu vikur og mánuði í frönskum fjölmiðlum og hafa ráðherrar og hagfræðingar varað við því að mikill hallarekstur hins opinbera og stjórnlausar skuldir séu bein ógn við efnahaginn.

Samkvæmt tölum frá frönsku hagstofunni þá var hallarekstur ríkisins á síðasta ári 154 milljarðar evra.

Olivier Marleix, leiðtogi Repúblikana á þingi, sakar Macron um leyna stöðunni nú í aðdraganda kosninganna. „Ógnin við Frakka er að við verðum gjaldþrota,“ sagði hann í samtali við Le Figaro og sagði Macron bera ábyrgð á stöðunni: „Macron gerir allt sem í hans valdi stendur til að leyna því hversu alvarleg staða efnahagsmála er. Á 40 árum hefur Frakkland safnað skuldum upp á 2.000 milljarða evra. Við næstu áramót mun Emmanuel Macron hafa bætt 1.000 milljörðum við.“

Insee segir að heildarskuldir Frakka í árslok 2023 hafi verið 3.101 milljarður evra eða 110,6% af vergri landsframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“