fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Séra Arnaldur mælir með Ásdísi Rán en vill ganga Noregskonungi á hönd

Eyjan
Mánudaginn 8. apríl 2024 11:30

Séra Arnaldi hugnast Ásdís Rán best í baráttunni um Bessastaði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Séra Arnaldur Bárðarson, prestur á Heydölum í Breiðdal, er lítt hrifinn af framboði Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands og ákallar þjóðina um að forðast það að kjósa stjórnmálamann í embættið, þá sé þokkagyðjan Ásdís Rán mun betri kostur. Þetta kemur fram í aðsendri grein Arnaldar á Vísi nú í morgun.

Greinin hefst á því að Arnaldur lýsir því að hann hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum á dögunum en fyrir „eitthvert ótrúlegt hirðuleysi“ hafi hann verið flokksbundinn þar í áratugi þótt hann ætti enga samleið með flokknum. Vandinn sé þó sá að hann eigi samleið með mjög fáum flokkum og sé eiginlega einfari, utan flokka maður eða jafnvel utangarðsmaður.

Hefur gríðarlegt vantraust á stjórnmálafólki

„Ég hef gríðarlega mikið vantraust á fólki í stjórnmálum. Það er eins og sálin hverfi oft frá slíku fólki og eitthvert svarthol komi í hennar stað. Ein aðalleikkona landsins er búin að gegna ýmsum hlutverkum nú síðast sem «leikstjóri» hjá flokknum sem ég var að segja skilið við. Áður lék hún ýmis hlutverk á vinstri vængnum með umhverfisáherslu. Greind og hæfileikarík hefur hún skilað sínum hlutverkum með mörgum leiksigrum. Stjórnmálastéttin öll er búin undangengin misseri að bjóða okkur almenningi upp á mörg leikverkin sem eru á pari við gríska harmleiki, drama- og gleði leikverk mestu leikskálda allra tíma. Og enn er samið nýtt handrit,“ skrifar Arnaldur.

„Fyrirmynd hins spillta og gráðuga“

Þá líkir hann vegferð Katrínar í nýtt embætti við hinn alræmda rómverska stjórnmálamann Marcus Licinius Crassus sem er „fyrirmynd hins spillta og gráðuga“.

„Nú fer fyrrum forsætisráðherra í herferð til okkar að sækja umboð. Nýr metnaður. Ný leikrit og fleiri hlutverkaskipti. Hér er fetað í spor Marcusar Liciniusar Crassusar. Af vegtyllum fæst ei nóg. Ég segi: ekki kjósa stjórnmálamenn. Ekki stjórnmálafræðinga eða einhverja framagosa sem hafa verið eins og hundar í hverri herferð,“ skrifar séra Arnaldur.

Ásdísi Rán á Bessastaði

Hann klikkir svo út með því að mæla með óvæntum frambjóðanda en best þætti honum þó ef Íslendingar afsali sér sjálfstæðinu til Norgegskonungs.

„Ég mun tilnefna Ásdísi Rán því ég veit fyrir hvað hún stendur. Annars hefði ég talið lang skynsamlegast að við nýttum nú tækifærið og endurnýjuðum Gamla sáttmála frá 1262 og gengum Noregskonungi á hönd. Áður var samið við Hákon gamla nú getum við samið við Hákon „hinn nýja“ sem brátt verður glæstur kóngur Noregs og vonandi Íslands. Nema auðvitað við berum gætu til að velja Ásdísi Rán. En það er reyndar ólíklegt. Því við viljum alltaf Crassusana,“ skrifar séra Arnaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“