Heildareign sjóðsins er nú sem svarar til 353.000 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á heimasíðu hans.
Á síðasta ári var ávöxtun sjóðsins sem svarar til tæplega 29.000 milljarða íslenskra króna. Ávöxtunin byggist aðallega á hlutabréfum og skuldabréfum. Á síðustu árum hefur sjóðurinn einnig fengið mikið fjármagn frá ríkinu. Lágt gengi norsku krónunnar á einnig sinn þátt í að verðmæti sjóðsins í krónum talið er hærri en annars væri.
Markmið olíusjóðsins er að tryggja ábyrga og langvarandi umsýslu með tekjurnar af olíu- og gasvinnslu.
Sjóðurinn hefur fjárfest í um 9.200 fyrirtækjum og á sem svarar til 1,5% af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði í heiminum. Þess utan á hann mörg hundruð byggingar í mörgum af stærstu borgum heims.