fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

420 milljarðar á dag! – Peningarnir streyma inn í norska olíusjóðinn

Eyjan
Mánudaginn 8. apríl 2024 06:30

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að peningarnir streymi inn í norska olíusjóðinn, sem heitir Norges Bank Investment Management, en verðmæti hans jókst um sem svarar til um 24.000 milljarða íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi.

Heildareign sjóðsins er nú sem svarar til 353.000 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á heimasíðu hans.

Á síðasta ári var ávöxtun sjóðsins sem svarar til tæplega 29.000 milljarða íslenskra króna. Ávöxtunin byggist aðallega á hlutabréfum og skuldabréfum. Á síðustu árum hefur sjóðurinn einnig fengið mikið fjármagn frá ríkinu. Lágt gengi norsku krónunnar á einnig sinn þátt í að verðmæti sjóðsins í krónum talið er hærri en annars væri.

Markmið olíusjóðsins er að tryggja ábyrga og langvarandi umsýslu með tekjurnar af olíu- og gasvinnslu.

Sjóðurinn hefur fjárfest í um 9.200 fyrirtækjum og á sem svarar til 1,5% af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði í heiminum. Þess utan á hann mörg hundruð byggingar í mörgum af stærstu borgum heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast