fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bankaráð Landsbankans: Bankasýslan upplýst að fullu og gerði engar athugasemdir við fyrirhuguð kaup á TM

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2024 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankaráð Landsbankans upplýsti Bankasýsluna þegar í júlí 2023 um áhuga þess á að Landsbankinn haslaði sér völl á tryggingamarkaði með kaupum á TM. Þetta var gert í tölvupósti 11. júlí sem Bankasýslan svaraði án athugasemda samdægurs.

Þetta kemur fram í svarbréfi við bréfi frá Bankasýslunni 18. mars sl., þar sem óskað var eftir nánar tilgreindum upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka hf. á 100% hlutafjár í TM tryggingum hf., sem lagt var fram 15. mars sl.

„Formlegt söluferli á TM hófst 17. nóvember 2023. Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans.

Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum frá bankaráði fyrr en eftir að tilkynnt var um samþykki Kviku á skuldbindandi tilboði bankans.

Bankaráð uppfyllti skyldur sínar til upplýsingagjafar í samræmi við núgildandi eigandastefnu ríkisins sem og samkvæmt samningi bankans við Bankasýsluna frá 2010.“

Í svarbréfinu segir að það sé mat bankaráðs að ákvörðun um kaup á TM sé á forræði bankaráðs, kaupin á TM samrýmist eigendastefnu ríkisins og þjóni langtímahagsmunum bankans og hluthafa. Með því að bæta tryggingum við þjónustu Landsbankans geti bankinn boðið viðskiptavinum sínum enn betri og fjölbreyttari þjónustu, auk þess sem það muni styrkja reksturinn og auka verðmæti bankans.

Þá séu kaup bankans á TM ekki talin auka áhættu í rekstri bankans umfram þann ávinning sem hljótist af kaupunum. Kaupin hafi ekki áhrif á getu bankans til að uppfylla arðgreiðslustefnu bankans um að greiða að jafnaði um 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa en muni styrkja arðgreiðslugetu bankans til lengri tíma.

Bankasýslan hefur opinberlega lýst því yfir að henni hafi verið ókunnugt um áform Landsbankans að kaupa TM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“