fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Þessum stofnunum treysta landsmenn best

Eyjan
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 09:03

Landhelgisgæslan var meðal annars kölluð til við leitina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn bera mest traust til Landhelgisgæslunnar af helstu stofnunum samfélagsins. Liðlega níu af hverjum tíu (91%) bera mikið traust til gæslunnar, eða álíka margir og í fyrra, og mælist hún sem fyrr með mest traust til þeirra stofnana sem mældar eru í Þjóðarpúlsi Gallup.

Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 8. til 22. febrúar síðastliðinn og var heildarúrtaksstærð 1.802 en svarhlutfall var 47,4%.

Á eftir Landhelgisgæslunni koma Háskóli Íslands (73%), Embætti forseta Íslands (71%), lögreglan (70%) og heilbrigðiskerfið (57%).

Athygli vekur að traust til Seðlabankans heldur áfram að minnka, og fer niður um 7 prósentustig. Nú bera 32% mikið traust til bankans. Hefur traust til hans minnkað samtals um 30 prósentusti á síðustu þremur árum en það jókst um 31 prósentustig á árunum tveimur þar á undan. Er traustið komið á svipað ról og það var á árunum 2014 til 2019, að því er segir í tilkynningu Gallup.

Rúmlega fjórðungur segist bera mikið traust til Alþingis og þjóðkirkjunnar sem er svipað hlutfall og í fyrra.

Borgarstjórn Reykjavíkur endurheimtir það traust sem hún missti árið á undan, en 19% bera nú mikið traust til hennar. Hækkar hlutfallið um sex prósentustig frá síðustu mælingu og er svipað og það var árin 2019 til 2022.

Bankakerfið nýt minnst trausts þeirra stofnana sem mældar eru í Þjóðarpúlsinum, en 16% bera mikið traust til þess. Er hlutfallið svipað og í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur