fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Ragnar Þór sakar Sigríði um að segja ósatt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. febrúar 2024 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sakar Sigríði Margréti Oddsdóttur framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) um ósannindi með fullyrðingum um að VR hafi dregið sig út úr viðræðum Breiðfylkingarinnar um kjarasamning við SA þar sem aðeins hafi munað 0,2 prósentustigum á þeim forsenduákvæðum kjarasamningsins, um verðbólgu og vexti, sem samkomulag hafi náðst um og þeim sem VR var tilbúið til að fallast á.

Ragnar Þór segir í færslu á Facebook-síðu sinni að VR og Landsamband verslunarmanna hafi dregið sig út úr Breiðfylkingunni þar sem ekki hafi náðst samkomulag innan hennar um forsenduákvæðin en um þau hafi SA sett afarkosti.

Ófyrirleitin ósannindi segir Ragnar

Fullyrðingar Sigríðar í samtali við RÚV um að aðeins hafi munað 0,2 prósentustigum á þeim forsenduákvæðum sem samkomulag hafi náðst um og þeim sem VR var tilbúið að fallast á séu með öllu ósannar og ófyrirleitnar:

„Á einhvern óskiljanlegan og ófyrirleitin hátt hefur framkvæmdastjóri SA ákveðið að stíga fram og fullyrt að munað hafði 0,2% á verðbólguviðmiði í okkar kröfu og þeirri sem þau settu fram. Ég veit ekki hvað henni gengur til annað en að afvegaleiða umræðuna og láta í veðri vaka að við hefðum gengið frá borði fyrir svo lítinn mun.
Svona vísvitandi rangfærslur setur hana niður og sýnir hana í ögn réttara ljósi. Hvað hún er tilbúinn að leggjast lágt til að koma höggi á mótaðilann.“

Því sem eftir stendur eftir af Breiðfylkingunni óskar Ragnar hins vegar alls hins besta:

„Við félaga okkar í Breiðfylkingunni vil ég segja, og auðvitað erum við ennþá félagar í þessari baráttu. Gangi ykkur sem allra best í að landa góðum kjarasamningi fyrir ykkar hópa. Það er einlæg von mín að þið klárið þessa vinnu á næstu dögum. Við höfum rutt brautina saman til að komast á þennan stað og við getum því auðveldlega byggt á þeim grunni sem þið leggið. Ég biðla til fjölmiðla og virkra í athugasemdum að gefa þessu flotta fólki andrými og vinnufrið til að klára. Okkur greindi á um leiðir að nákvæmlega sama markmiðinu og það hefur ekkert breyst.“

Að lokum segir Ragnar að VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna muni á næstu dögum hefja vinnu við að ná þeim markmiðum sem upp á vanti til að ljúka kjarasamningsgerðinni. Hvort það verði gert í samráði við önnur félög í verkalýðshreyfingunni sé óráðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða