Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gerðu og birtu fyrir helgi. Í skýrslunni kemur fram að þessi upphæð sé aðeins hluti af þeim greiðslum sem fyrirtæki tengd Trump fengu á þessum fjórum árum frá erlendum ríkjum.
Þessi ríki greiddu fyrirtækjum Trump fyrir leigu á íbúðum og hótelherbergjum. „Trump auðgaðist á þessu á sama tíma og hann tók ákvarðanir um utanríkismál tengd þessum löndum, málefni sem höfðu afleiðingar fyrir Bandaríkin,“ segir í skýrslunni.
Meðal þessara ríkja eru Kína, Sádi-Arabía, Tyrkland, Kongó, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Malasía.
Eftir því sem kemur fram í skýrslunni þá komu 20 ríki við sögu í þessu.
Trump starfaði sem kaupsýslumaður áður en hann var kjörinn forseti. Ólíkt því sem fyrirrennarar hans í embætti gerðu, þá seldi hann ekki fyrirtæki sín eða kom þeim fyrir undir stjórn fyrirtækjasjóða þegar hann var kjörinn forseti.
Skömmu eftir að hann var kjörinn forseti 2016 byrjaði þingið að rannsaka hugsanleg brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar um að stjórnmálamenn megi ekki taka við greiðslum frá erlendum ríkjum án þess að fá heimild til þess fyrst.