fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur Árni útilokar ekki framboð

Eyjan
Föstudaginn 8. september 2023 09:00

Guðmundur Árni Stefánsson. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrum þingmaður og ráðherra, útilokar ekki að hann muni bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðmundi að enn séu tvö ár í reglulegar þingkosningar og því sé of snemmt að fara að lýsa yfir framboði, en hins vegar sé hann reiðubúinn í öll þau verk sem flokkurinn felur honum.

„Ef það þýðir að ég fari í framboð, þá geri ég það. Ég legg jafnaðarstefnunni allt það lið sem ég get,“ sagði Guðmundur.

Hann hefur boðið sig sex sinnum fram til Alþingis og hefur því mikla reynslu af kosningum.

Hann sagðist vilja styrkja formann flokksins og flokkinn. „Og ef það kallar á framboð, þá fer ég í það. Ég hef gert það áður og geri það aftur ef því er að skipta. Þetta er þó engin framboðsyfirlýsing, enda allt of snemmt að lýsa slíku yfir, en ég segi það einfaldlega að ég er varaformaður flokksins og legg mig þar allan fram. Ef það kallar á framboð til þings, þá verð ég með í því,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun