fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Eyjan

Guðmundur Árni útilokar ekki framboð

Eyjan
Föstudaginn 8. september 2023 09:00

Guðmundur Árni Stefánsson. Skjáskot Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrum þingmaður og ráðherra, útilokar ekki að hann muni bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðmundi að enn séu tvö ár í reglulegar þingkosningar og því sé of snemmt að fara að lýsa yfir framboði, en hins vegar sé hann reiðubúinn í öll þau verk sem flokkurinn felur honum.

„Ef það þýðir að ég fari í framboð, þá geri ég það. Ég legg jafnaðarstefnunni allt það lið sem ég get,“ sagði Guðmundur.

Hann hefur boðið sig sex sinnum fram til Alþingis og hefur því mikla reynslu af kosningum.

Hann sagðist vilja styrkja formann flokksins og flokkinn. „Og ef það kallar á framboð, þá fer ég í það. Ég hef gert það áður og geri það aftur ef því er að skipta. Þetta er þó engin framboðsyfirlýsing, enda allt of snemmt að lýsa slíku yfir, en ég segi það einfaldlega að ég er varaformaður flokksins og legg mig þar allan fram. Ef það kallar á framboð til þings, þá verð ég með í því,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp

Dómsmálaráðherra vill reyna að fækka umsóknum um alþjóðlega vernd – Boðar ný frumvörp
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum

Meint ógnarstjórn Söru Lindar hjá Ríkiskaupum sögð lama starfsemina – þekkingu kastað út – nær allir sérfræðingar horfnir á þremur árum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða

Jakob Frímann: Látum útlenska ferðamenn borga fyrir hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkur – fjármögnum innviði með því að láta notendur greiða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta

Donald Trump telur Joe Biden ekki of gamlan til að bjóða sig fram til forseta
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“

Fyrrum samherjar hnakkrífast „fyrir allra augum“ – „Ég kenni í brjósti um þig Hannes“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti

Pólitíkusinn Pawel freistar þess að verða viðkunnalegri með óvenjulegum hætti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára

Óttar Guðmundsson skrifar: Hundrað ára