fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Methagnaður Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði – Árið 2022 besta ár í sögu félagsins

Eyjan
Mánudaginn 15. maí 2023 11:47

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Loðnuvinnslunnar. Á dögunum var greint frá því að hann hygðist láta af störfum í haust eftir farsælan feril.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur Loðnuvinnslunnar skilaði methagnaði í fyrra, 3,5 milljarðar, og var árið langbesta rekstrarár í sögu fyrirtækisins. Aðalfundur félagsins fór fram 12. maí síðastliðinn en í tilkynningu frá félaginu koma fram helstu niðurstöðutölur rekstrarins:

Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2022 var 3.483 milljarðar króna á móti 1.247 milljörðum árið 2021.

Tekjur LVF voru 18.180 milljarðar sem er 45% aukning frá fyrra ári.

Tekjur að frádregnum eigin afla voru 14.039 milljarðar.

Veltufé frá rekstri var 4.502 milljarðar á móti 1.572 milljörðum árið 2021.

Eigið fé félagsins í árslok 2022 14.895 milljarðar sem er 54% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Stærsti hluthafi LVF er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar var ákveðið að greiða 20% arð til hluthafa sem gera 140 milljónir. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnsluar er Friðrik Mar Guðmundsson, kaupfélagsstjóri, en í apríl mánuði var greint frá því að hann hygðist hætta störfum hjá fyrirtækjunum í haust.

Loðnuvinnslan er að mestu leyti í eigu kaupfélagsins og eru 350 af 750 íbúum Fáskrúðsfjarðar meðlimir í kaupfélaginu. Með því er reynt að taka allar ákvarðanir um starfsemi Loðnuvinnslunnar með það fyrir augum að þær gagnist heimabyggð og eignarhaldið gerir það nær ómögulegt að selja fiskveiðiheimildir í hagnaðarskyni frá byggðarlaginu.

Á aðalfundum Loðnuvinnslunnar og Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga útdeildu fyrirtækin styrkjum til hinna ýmsu málefna til eflingar samfélagsins í Fáskrúðsfirði. Að samanlögðu eru styrkirnir sem Loðnuvinnslan hf. og Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga veittu að þessu sinni 32,6 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun