fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Eyjan

Sigmundur segir hræðslupólitíkina ljúga enn og sé hreykin af blaðrinu

Eyjan
Fimmtudaginn 2. mars 2023 09:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er skrýtin pólitík sem leitar ekki allra leiða til að bæta hagsæld almennings og atvinnufyrirtækja í landinu. En sú arna pólitíkin er rekin hér á landi, raunar af fleiri en einum flokki. Þeir líta á óbreytt ástand sem eina möguleikann fyrir íslenskt samfélag. Og þeir reyna ekki einu sinni að leyna aðdáun sinni á kyrrstöðu. Gott ef stöðugleikinn felst ekki einmitt í stöðnun að þeirra mati. Því, er ekki bara best að breyta engu?“

Svona hefst leiðari Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnina „Hræðslupólitík“ og er skrifaður af Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra.

Hann segir að það hafi verið ansi fyrirséð hver viðbrögð kyrrstöðuflokkanna við sívaxandi áhuga landsmanna á fullri aðild að ESB yrðu. „Við höfum ekkert þangað inn að gera. Og þar við situr. Það tekur því ekki einu sinni að skoða hvað er í boði. Og líklega stappar það nærri óðsmannshjali að kanna hvaða undanþágur eru í boði fyrir þjóðina vegna sérstöðu Íslands á fjöldamörgum sviðum atvinnu, auðlinda, menningar, tungu, hnattstöðu og fjarlægðar frá meginlandi. Miklu heldur er talað fyrir því að híma áfram frammi á gangi á löggjafarsamkundu sambandsins og taka við regluverki þess án þess að geta haft nokkur áhrif á hana,“ segir hann og bætir við að síðan sé alið á samsæriskenningum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Mest sé talað um að ESB steli öllu steini léttara hér á landi ef þjóðin verður fullgildur meðlimur í sambandinu en með því gæti hún orðið þjóð á meðal þjóða í álfunni þegar kemur að lagasetningu og ákvarðanatöku um framtíð sína.

„Spurningin er auðvitað þessi: Halda andstæðingar Evrópusambandsins hér á landi að einhver núverandi aðildarþjóða sambandsins hafi tapað á inngöngunni? Geta þeir hinir sömu bent á einhverja ESB-þjóð sem hefur glatað hagsmunum sínum á aðildinni?“ spyr hann síðan og bendir síðan á að aðildarríki ESB hafi áfram sjálfsákvörðunarrétt um nýtingu orkuauðlinda sinna á borð við gas, vatn og olíu.

Segir Sigmundur að ekkert bendi til annars en að Íslendingar myndu halda óskertum sjálfsákvörðunarrétti yfir auðlindum sínum ef af aðild yrði.

„Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru eftir sem áður teknar af heimamönnum á grundvelli reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Reglan byggist fyrst og fremst á veiðireynslu og sameiginlegum fiskistofnum og þar hefur Ísland alla söguna og sérstöðuna sín megin. En hræðslupólitíkin lýgur enn. Og er hreykin af blaðrinu,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“

„Ég geng stolt frá borði og sé ekki eftir neinu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“

„Fólk á það til að missa lífsviljann þegar það ætlar að láta verða af því að byggja“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag

Katrín og Þórdís hitta Selenskíj í dag
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik

Íran og Sádi-Arabía taka upp stjórnmálasamband á nýjan leik
Eyjan
Fyrir 1 viku

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“

Líkamsstaða Halldórs Benjamíns í viðtali vekur furðu – „Jæja. Hvað er í gangi? Ég er í alvörunni forvitinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“

Svara fyrir umræðuna um Lindarhvol og segja ólöglegt að birta skýrsluna – „Frá upphafi var lögð áhersla á gagnsæi“