fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Eyjan

Fjölsóttur morgunverðarfundur um notkun gervigreindar í fjártækni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. desember 2023 13:58

Fyrirlesarar og aðrir sem komu að morgunverðarfundinum á Hilton Nordica.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlega tæknifyrirtækið Itera og Fjártækniklasinn stóðu fyrir morgunverðarfundi á Hótel Nordica í gær þar sem fjallað var um notkun gervigreindar í fjártæknilausnum og hvernig gervigreind getur aukið afköst og getu fyrirtækja í fjármálaumhverfinu. Aðilar frá Grid, Lucinity, Verna og Itera fjölluðu um málefnið og í kjölfarið voru tækifærin rædd í pallborðsumræðum. Um 130 manns sóttu fundinn sem þótti heppnast afar vel.

Fjármálaþjónustan er í stöðugri þróun, knúin áfram af nýrri tækni, breytingum á væntingum viðskiptavina, mikilli samkeppni og ströngu regluverki. Til að ná árangri verða fyrirtækin stöðugt að búa til nýjar og endurbættar lausnir. Á morgunverðarfundinum var lögð áhersla á þróun og þátttakendur sem stöðugt þrýsta á landamæri stafrænnar nýsköpunar í fjármálaþjónustugeiranum,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Á fundinum kom fram að margir hafi unnið að gervigreindarverkefnum hægt og rólega og án mikillar athygli og nú sé kominn tími til að varpa sviðsljósinu á ótrúlegan árangur þeirra. Sýnd voru dæmi um notkun gervigreindar í fjármálaþjónustu með góðum árangri.

Fundargestir voru um 130 talsins og fylgdust vel með fyrirlestrum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum

Jóhann Páll: Sjálfstæðisflokkurinn en ekki Samfylkingin sem opnaði flóðgáttirnar fyrir hælisleitendur frá Venesúela og missti kostnaðinn úr böndunum
EyjanFastir pennar
Í gær

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miðjulausn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miðjulausn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Coca-Cola á Íslandi gerist aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA

Coca-Cola á Íslandi gerist aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hildur svarar Össuri með föstu skoti

Hildur svarar Össuri með föstu skoti