fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Óvænt samkeppni

Eyjan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er sérlegur áhugamaður um hlaðvörp í hvaða mynd sem þau eru. Það eru gósentímar í lífi Svarthöfða um þessar mundir vegna þess að nýlega hafa verið kynntir til sögunnar tveir slíkir sem aðstandendur þeirra segja efnistökin vera „þjóðmálaumræða“.

Annars vegar er það Heimildin sem kynnir þáttinn Pressa og þykir Svarthöfða fara vel á því að sjálft Ríkisútvarpið kynni það framtak til leiks. Það var myndarlega gert í Síðdegisútvarpi rásar 2 í vikunni og ekki nema sjálfsögð þjónusta fyrir skattborgara að stofnunin láti vita hvað ber hæst í fjölmiðlum landsins og á hvað landsmenn eiga að hlusta.

Hins vegar er það Spursmál sem Morgunblaðið ætlar að hleypa af stokkunum á fullveldisdaginn 1. desember og er líklega svar Morgunblaðsmanna við hinum fyrrnefnda. Sá þáttur hefur hins vegar ekki verið kynntur á ríkismiðlinum og má því draga þá ályktun að ekki eigi að hlusta á hann.

Þar sem Svarthöfði er, eins og áður segir, áhugamaður um hlaðvörp ætlar hann samt að gera það.

Þetta vitnar um nýja tíma í fjölmiðlun landsins og óvænt að Morgunblaðið og Heimildin séu að etja kappi á sama velli. Morgunblaðið byggir á fornri frægð og seldist í bílförmum fyrir örfáum áratugum – tugþúsunda vís. Nú hefur það sennilega álíka áskrifendafjölda og Heimildin sem varð til um síðustu áramót.

Það er augljóslega ekki alveg gagnslaust að hafa Ríkisútvarpið með sér í liði og að sama skapi óhentugt að hafa það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
06.04.2025

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna
EyjanFastir pennar
02.04.2025

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
01.04.2025

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn