fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Jóhannes Loftsson skrifar: Ómennskan snýr aftur á Gaza, RÚV og Austurvöll

Eyjan
Mánudaginn 30. október 2023 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er sem Stokkhólmsheilkennin verði að faraldri, hópdáleiðslu fólks sem er svo uppnumið af því að réttlæta óskiljanlegt ofbeldi, að það hvorki getur séð ofbeldið lengur né hver veldur því. Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs er slíkur faraldur. Lækningin er þó einföld, því eina sem þarf til að læknast er að svara einni spurningu heiðarlega: Hvað mundi gerast ef annar deiluaðilinn afvopnaðist?  Eftir atburði 7. október þarf enginn að efast um hver örlög Ísraelsmanna yrðu ef þeir leggðu niður vopn.  Þeim yrði útrýmt og landið máð af landakortum.

En hvað ætli gerðist ef Palestínumenn leggðu niður vopn? Það svar liggur líka fyrir því fyrirmyndin er til. Það kæmist á friður og Palestínumenn færu að njóta sambærilegs frelsis og friðsamir arabar gera sem búa í Ísraelsríki í dag.

Það gleymist oft í umræðunni að um tvær milljónir friðsamra araba búa í Ísrael og njóta þar meira frelsis og mannréttinda en nokkrir aðrir arabar í þessum heimshluta.

Ef engir gyðingar eða kristnir byggju í Ísrael byggju þar samt um tvær milljónir araba. Ef þessir arabar væru einir að verja sig gegn árás Hamas, væru enginn að mótmæla, frekar en fólk mótmælti árásum á ISIS liða eftir útrýmingarherferð þeirra á Yazidum.

Margir hafa að undanförnu rifjað upp stofnun Ísraelsríkis sem gjörning þar sem öllu landi var rænt af Palestínuaröbum og látið að því liggja að Ísraelsríki hafi komið í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Erfitt er samt að sjá hvernig sú staðhæfing geti staðist. Stríðinu við stofnun Ísraelsríkis lauk nefnilega ekki með því að palestínuarabar töpuðu öllu sínu landi til Ísrael því stór hluti af landsvæðinu sem Sameinuðu Þjóðirnar (með aðkomu Íslands) höfðu lagt til að yrðu palestínsk landsvæði fóru ekki undir ísraelska stjórn. En í stað þess að veita Palestínu sjálfstæði skiptu árásarþjóðirnar (og bandamenn palestínuaraba) þessum svæðum á milli sín. Jórdanía innlimaði Vesturbakkann og Egyptaland innlimaði Gaza. Ófriðurinn við stofnun Ísrael virðist þannig hafa verið landvinningastríð nágrannaríkja.

Á annað þúsund saklausir borgarar myrtir

Ódæðin 7. október sýndu hatur sem heimsbyggðin hefur ekki séð í 80 ár.  Um 1400 saklausir borgarar voru myrtir með köldu blóði fyrir að vera gyðingar: Ungmenni á tónleikum skotin til bana, gengið var hús úr húsi í smábæjum og allir íbúar myrtir, börn voru myrt, afhöfðuð og sum voru brennd lifandi og 200 voru teknir sem gíslar, (væntanlega til að myrða síðar). Gerendurnir tóku meira að segja snuff myndatökur af morðunum. Þetta var engin venjuleg árás, heldur útrýmingarherferð.

Mánudaginn eftir var RÚV með kastljósþátt þar sem rætt var við innflutta palestínukonu, sem lýsti yfir fögnuði á ódæðisverkunum (sjá hér). Á mínútu 9:58 gat hún svo ekki haldið aftur af hrifningarbrosi meðan hún sagði: “Og maður bara [spyr] hvernig gerðist þetta?”.

En hvaðan kom þetta hatur?

Annar viðmælandi stjórnmálfræðikona var kynnt sem sérfræðingur þar sem hún hafði búið í Jerúsalem gaf vísbendingu um rót hatursins, þegar hún hóf söguskýringar.  Í hennar sögu hafði landinu verið stolið, Ísrael var apartheit ríki, Nelson Mandela studdi ofbeldi (o.þ.m.t. útrýmingu gyðinga ef marka má samhengið) og fyrsta intifada uppreisn Palestínumanna var friðsöm.

En Ísrael var aldrei stolið. Í stríðinu 1948 voru íbúarnir fyrst og fremst að verja sig gegn innrásarsveitum nágrannaríkjanna sem reyndu að stela landinu og hótuðu að útrýma gyðingum. Að líkja aðskilnaðarstefnu í Ísrael við apartheitstefnu Suður Afríku, á heldur engan rétt á sér, því aðskilnaður palestínubúa frá þegnum Ísrael eru öryggisráðstafanir, viðbrögð við morðárásum öfgamanna. Aðskilnaðurinn er því öfgamönnunum að kenna, en ekki Ísraelum.  Aðeins arabahópar sem styðja við hryðjuverk eru aðskildir frá öðrum íbúum. Að ía að því að Nelson Mandela hafi stutt morð, og jafnvel útrýmingarherferðir er síðan önnur fjarstæðukennd þvæla sem ekki stenst skoðun. Í fyrri intifada uppreisnin sem “sérfræðingur” RÚV kallaði friðsama voru meira en 2 þúsund manns drepnir í átökum og 822 Palestínumenn sem voru myrtir af öðrum Palestínumönnum fyrir þær sakir að vilja frið (kallaðir samverkamenn Ísraela). Að sérfræðingur RÚV hafi kallað slíkt friðsamleg mótmæli er hneyksli.

(Lyga)söguskýringar yfirlýsta sérfræðingsins voru svo kórónaðar með stuðningsyfirlýsingu hennar með blóðþyrstu palestínukonunni þegar hún sagði:

„En hins vegar að þá náttúrulega eins og ég skil Falasteen er að fólk er að berjast gegn hernáminu ef það gerir það ekki með þessum hætti [þ.e. með útrýmingarmorðárás] þá er ekkert talað um Palestínu.“  Fyrir utan þá augljósu blekkingu að kalla Gaza hernumið land, eru undirliggjandi skilaboð sérfræðingsins sláandi: Útrýmingarárásin var einhvers konar birtingarmynd tjáningarfrelsisins.

Eftir útrýmingaráras Hamas á saklausa borgara þótti RÚV viðeigandi að bjóða í þátt til sín konu sem fagnaði og brosti yfir útrýmingarherferðinni og aktivista sem fékk óáreittur að bulla falskar söguskýringar og reyndi að réttlæta ódæðisverkin. Aðeins talsmenn ódæðisverkanna fengu að skýra sinn málstað, en ekkert var rætt við talsmenn Ísraela eða aðstandendur fórnarlambanna.

Fréttir litaðar

Finnst fólki slíkur rætinn helferðarhatursáróður boðlegur á íslensku ríkisstöðinni sem allir skattgreiðendur eru þvingaðir til að fjármagna. Greinilega, því enginn hefur enn farið fram á afsögn útvarpstjóra eða að RÚV yfir höfuð biðjist afsökunar á hatursboðskapnum.

En ef fréttir eru svona litaðar hér á Íslandi, hvernig ætli þær séu á Gaza þar sem Hamas ræður öllu. Þótt Hamas hafi verið kosið til valda 2006, var yfirtaka þeirra á Gaza blóðug þar sem þeir réðust á pólitíska andstæðinga sína í Fatah og myrtu. Við slíkt harðræði breytast allir skólar, moskur og fjölmiðlar í áróðurs stofnanir sem spúa hatri sem tryggja völd Hamas. Eina tjáningarfrelsið sem er leyft er á Gaza er hatur og fólk sem mótmælir árásarstefnunni er skotið á staðnum. Síðan Hamas tók yfir Gaza hafa verið stanslausar eldflaugaárásir á Ísrael. Öll hjálparaðstoð sem svæðinu berst er líklega misnotuð af Hamas þeim sjálfum til framdráttar og oft til þess fallið að auka á hörmungarnar eins og nýlegt dæmi þar sem Hamas er í montmyndbandi að grobba sig af því að grafa upp vatnsveitu til að geta notað pípurnar í sprengiflaugar til að skjóta á Ísrael. Árásirnar eru gjarnan gerðar úr íbúðahverfum og svæðum þar sem nýta má óbreytta borgara sem skjöld gegn mótárás Ísraelshers. Þannig er aðal aðgerðamiðstöð hernaðaraðgerða Hamas staðsett undir spítala.

Útilokað er að friður náist á Gaza meðan Hamas og öfgamenn sem sýkja allt af hatri eru við völd.

En af hverju gerði Hamas þessa útrýmingarárás á nágrannaríkið? Vissu þeir ekki að Ísrael myndi svara fyrir sig? Auðvitað vissi Hamas það, en þeir voru reiðubúnir að fórna eigin fólki því þeir treystu á að heimspressan og samstöðumótmæli með Palestínu myndu binda hendur Ísraela. RÚV og grunlausu “friðarsinnarnir” á samstöðufundum með Palestínu eru þannig bara peð í stærri leikþætti hryðjuverkasamtakanna, því “friðarmótmælin” sjálf voru tilgangur morðanna. RÚV og mótmælendurnirnir eru því áróðursarmur Hamas, sem fer í gang í hvert sinn sem Ísrael þarf að svara fyrir sig.  Morðæði Hamas mun því halda áfram svo lengi sem slíkir grunlausir “friðarsinnar” styðja morðæðið með að mótmæla viðbrögðum Ísrael til að verja sig. Tvöfalt siðferði mótmælendanna blasir þó við öllum sem vilja sjá, því ekki einn einasti þeirra myndi sætta sig við að þeirra eigin yfirvöld gerðu ekkert ef þeirra eigin líf eða líf fjölskyldna þeirra yrði skotmark morðóðra nágranna. Krafa þeirra um að bjóða eigi ávallt hina kinnina er einangruð við Ísraelsríki.

Hatur palestínsku meðmótmælenda “grunlausu friðarsinnanna” skein í gegn þegar talsmaður þeirra gat ekki haldið aftur af sér að brosa í kastljósþætti við tilhugsun um útrýmingarárásir Hamas (sjá mínútu 9:58). Þetta er myndbrot sem allir grunlausir friðarsinnar með sál ætti að skoða. Hvers konar friðarsinnar velja slíka bandamenn?

Afleiðingarnar af því að friðþægja villimennsku geta verið alvarlegar, því það hversdagsgerir hatrið og getur sent þau skilaboð til innflytjenda frá átakasvæðum að það sé í lagi að þeir flytji líka inn með sér hatrið sem hrakti þá úr sínu heimalandi. Ef að gerist þá mun það auka sundrungu og ofbeldi í íslensku samfélagi. Þannig lenti kunningi minn í því fyrir nokkrum dögum síðan að fá dulda morðhótun í samfélagsmiðlaumræðu um Palestínu frá íslenskumælandi einstaklingi með miðausturlanda-nafni. Hótunin var tekin niður stuttu síðar en hann tilkynnti hana til lögreglu. Þó að óvíst sé hvað þarna hafi legið að baki, þá verður samt að taka slíka þróun alvarlega, því tjáningarfrelsið er viðkvæmt og er kæft með ofbeldi um allan heim. Eins ber að hafa í huga að það þarf hugrekki til að tjá sig með þessu hætti gagnvart heimamanni í nýju landi. Hugrekki sem án efa hefur fengið byr af hatursboðskap á RÚV og frá stuðningi grunlausu “friðarsinnanna” við Hamas. Ef við spyrnum ekki við þessari þróun mun hatrið vinna.

Staðan sem nú er komin upp á Gaza er hins vegar einföld. Öll ríki eiga rétt á að verja þegna sína gegn árásum. Útrýmingaárás á saklausa borgara á aldrei rétt á sér og Ísrael á fullan rétt á því að ná þeim sem að því stóðu. Engin söguskýring (sama hversu login hún er) getur réttlætt villimennskuna sem varð 7. október. Eða er kannski ómennskan að vakna aftur, og loforðið um “aldrei aftur” farið að breytast í “aftur”.

 

Jóhannes Loftsson, verkfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?