fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Umdeildum leigusamningi húsnæðisins sem borgaði sig sjálft rift – Seldu á 300 milljónir en greiddu tæpar 250 til baka í leigu

Eyjan
Miðvikudaginn 4. október 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því var greint seint í ágúst að velferðarsvið Kópavogsbæjar væri búið að rýma starfstöð sína í Fannborg 6 eftir að mælingar sýndu há gildi myglugróa. Leigusamningi um húsnæðið hefur nú verið rift og fóru seinustu leigugreiðslur fram í september.

Fannborg 6 er líklega með umdeildari fasteignunum í Kópavogi, eða hefur verið svo í það minnsta seinustu misseri. Eignin var áður í eigu bæjarins en var árið 2018 seld til verktakafyrirtækisins Árkórs. Engu að síður hélt bærinn áfram að vera með starfsemi í húsinu og gerði sökum þess leigusamning við Árkór sem hefur verið kallaður versti samningur í sögu bæjarfélagsins. Kaupverð Fannborgar 6 var 300 milljónir en í maí á þessu ári hafði Kópavogsbær greitt Árkór 230 milljónir til baka í leigu. Nýr samningur var svo gerður í maí og var leiguverð nú komið í rúmar 4 milljónir á mánuði.

Eftir að myglan kom upp var Árkór tilkynnt um riftun með bréfi dagsettu 31. ágúst. Samkvæmt svörum Kópavogsbæjar við fyrirspurn Eyjunnar stóð til að klára rýmingu á húsnæðinu eigi síðar en 30. september. Leiga var greidd fyrir ágúst, upp á rúmar 4 milljónir og sama fjárhæð í september, sem var síðasta leigugreiðslan sem Kópavogsbær mun greiða.

Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hákon Gunnarsson og Tryggvi Felixson hagfræðingur vöktu athygli á því á síðasta ári að í leigusamningi þessum væri að finna fordæmalítið ákvæði um viðhaldskostnað. Allt viðhald væri á kostnað Kópavogsbæjar, leigutaka, en álíka ákvæði hafi kunnáttumenn um leigusamninga aldrei séð.

Nú þarf ekki lengur að gagnrýna leigusamninginn umdeilda þar sem honum hefur verið rift. Því geta gagnrýnendur tekið gleði sína á ný. Í ljósi þess að seinasta greiðsla fór fram í september og að því gefnu að leiguverð samkvæmt endurnýjuðum samning hafi verið fjórar milljónir á mánuði má ætla að bærinn hafi greitt tæpar 250 milljónir í leigu fyrir eignina sem hann seldi á 300 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“