fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Eyjan

Sauð á Kolbrúnu í morgun – „Þetta er orðið hryllingur“

Eyjan
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 20:00

Kolbrún Baldursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki þolinmóðasta manneskja í heimi, ég veit það en það sauð á mér í umferðinni í morgun frá Efra Breiðholti niður í Ráðhús. Þetta er orðið hryllingur.“

Með þessum orðum hefst færsla sem Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, birti á Facebook-síðu sinni í dag. Ljóst er að Kolbrún er ekki hrifin af umferðinni sem var í morgun en hún kennir ljósstýringum um. „Það er eitthvað mikið að þessum ljósstýringum. Stundum komast bara örfáir bílar á grænu og þá er ég að tala um Kringlumýrarbraut og Miklubraut,“ segir hún.

Kolbrún segist hafa lagt fram fyrirspurning í umhverfis- og skipulagsráð um hvort meirihlutinn og skiplagsyfirvöld ætli að „halda áfram að hundsa þennan vanda?“

„Bílum fjölgar, það sýna rannsóknir. Í morgun sá maður síðan hálftóma strætisvagna aka um borgina.“

Þá birtir Kolbrún fyrirspurn sem hún lagði fram í umhverfis- og skipulagsráði þann 23. janúar síðastliðinn. Í fyrirspurninni segir hún að Flokkur fólksins hafi síðastliðin fjögur ár ítrekað lagt til að farið verði að skoða ljósstýringar í borginni til að hægt sé að bæta og laga erfiðustu gatnamótin með ýmsum leiðum.

„Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagsyfirvöld séu með einhverjar hugmyndir í farvatninu sem létt geta á umferð s.s. að bæta ljósastýringar þar sem verst lætur?
Hvaða aðgerðir eru í gangi hjá borginni til að draga úr umferðarteppu?“

Í fyrirspurninni segir svo að þegar horft er til samgöngumála sé ekki um marga valkosti að ræða. „Borgarlína verður ekki komin og farin að virka fyrr en eftir nokkur ár. Komu hennar hefur verið seinkað eins og allir vita. Strætósamgöngur er slakar og hefur dregið úr þjónustu sérstaklega eftir að nýja greiðslukerfið kom. Margir treysta sér ekki til að nota það.“

Fullyrt er svo í fyrirspurninni að þeir sem hefðu getað nýtt sér einstaka ferð með strætó finni sér nú aðrar leiðir, þeir sem hafa ráð á því að taka leigubíl geri það. Ástæðan sé sú „ekki tekur því að setja sig inn í Klapp kerfið eða taka sér ferð á hendur á bækistöð Strætó til að kaupa sér Klapp tíu“ en Klapp tíu eru pappaspjöld sem veita aðgang í 10 ferðir með strætó.

Færslu Kolbrúnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindi fatlaðra er ruslatunna stjórnmálanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki

Orðið á götunni: Gagnrýni á falsfréttir Morgunblaðsins nú réttmæt – aðförin að eigendum Fréttablaðsins var það ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason

Óttar Guðmundsson skrifar: Ungmennafélagsandinn og Einar Kárason
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd

Þorsteinn Pálsson skrifar: Breytt flokkakerfi og ný framtíðarmynd