fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Skipulagsbreytingar hjá Arion banka – Birna Hlín framkvæmdastjóri nýs sviðs reksturs og menningar

Eyjan
Þriðjudaginn 26. september 2023 14:28

Birna Hlín Káradóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hlín Káradóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu nýs sviðs reksturs og menningar hjá Arion banka en tilkynnt var um skipulagsbreytingar í dag.

Nýtt skipurit tekur gildi í dag hjá Arion banka. Stofnað hefur verið nýtt svið, rekstur og menning, sem mun taka yfir ýmis verkefni sem áður tilheyrðu öðrum sviðum auk þess sem nýtt umbreytingarteymi verður hluti af sviðinu. Markmið breytinganna er aukið samstarf stoðsviða, aukin skilvirkni í rekstri, markviss stýring umbreytingarverkefna og enn skýrari fókus á þjónustu og upplifun viðskiptavina. Auk þess mun sviðið gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun og mótun fyrirtækjamenningar Arion banka. Undir rekstur og menningu falla mannauður, viðskiptaumsjón, rekstrarumsjón, umbreytingar og lögfræðiþjónusta.

Birna Hlín Káradóttir, sem gegnt hefur starfi yfirlögfræðings Arion banka frá árinu 2019, tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrar og menningar. Stofnun sviðsins kallar ekki á breytingar á framkvæmdastjórn þar sem Birna Hlín hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka frá árinu 2020.

Birna Hlín hefur mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur gegnt starfi yfirlögfræðings hjá Fossum mörkuðum, Straumi fjárfestingarbanka og Straumi-Burðarás fjárfestingabanka auk Arion banka. Hún hefur kennt lög um fjármálamarkaði o.fl. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félagasamtaka hérlendis og erlendis. Birna Hlín er með AMP-gráðu frá IESE Business School í Barcelona og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með málflutningsréttindi og próf í verðbréfaviðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi