fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Skipulagsbreytingar hjá Arion banka – Birna Hlín framkvæmdastjóri nýs sviðs reksturs og menningar

Eyjan
Þriðjudaginn 26. september 2023 14:28

Birna Hlín Káradóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Hlín Káradóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu nýs sviðs reksturs og menningar hjá Arion banka en tilkynnt var um skipulagsbreytingar í dag.

Nýtt skipurit tekur gildi í dag hjá Arion banka. Stofnað hefur verið nýtt svið, rekstur og menning, sem mun taka yfir ýmis verkefni sem áður tilheyrðu öðrum sviðum auk þess sem nýtt umbreytingarteymi verður hluti af sviðinu. Markmið breytinganna er aukið samstarf stoðsviða, aukin skilvirkni í rekstri, markviss stýring umbreytingarverkefna og enn skýrari fókus á þjónustu og upplifun viðskiptavina. Auk þess mun sviðið gegna lykilhlutverki í áframhaldandi þróun og mótun fyrirtækjamenningar Arion banka. Undir rekstur og menningu falla mannauður, viðskiptaumsjón, rekstrarumsjón, umbreytingar og lögfræðiþjónusta.

Birna Hlín Káradóttir, sem gegnt hefur starfi yfirlögfræðings Arion banka frá árinu 2019, tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrar og menningar. Stofnun sviðsins kallar ekki á breytingar á framkvæmdastjórn þar sem Birna Hlín hefur setið í framkvæmdastjórn Arion banka frá árinu 2020.

Birna Hlín hefur mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur gegnt starfi yfirlögfræðings hjá Fossum mörkuðum, Straumi fjárfestingarbanka og Straumi-Burðarás fjárfestingabanka auk Arion banka. Hún hefur kennt lög um fjármálamarkaði o.fl. í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands, setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og félagasamtaka hérlendis og erlendis. Birna Hlín er með AMP-gráðu frá IESE Business School í Barcelona og lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er með málflutningsréttindi og próf í verðbréfaviðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn