fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Segir Einar hafa sýnt sitt rétta andlit í gær og hverra hagsmuna hann gæti – „Slíkar varnir hafa ekki sést lengi“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að uppþot hafi orðið á fundi borgarstjórnar í gær þegar Sósíalistar lögðu fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði hækkaðir í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum faraldri Covid. Verðandi borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, hafi risið úr sæti og lagst alfarið gegn tillögunni.

Reis úr sæti til að verja fyrirtækin

Trausti rekur þessa uppákomu í grein sem hann birti hjá Vísi. Þar tekur hann fram að sú hækkun sem Sósíalistar lögðu til hefðu skilað sér í auknum tekjum fyrir borgina. Tekjum sem mætti nota til að bæta grunnþjónustu við íbúa. Fasteignaskattar hafi verið lækkaðir til að koma til móts við atvinnurekendur í faraldrinum. Þær aðstæður séu ekki lengur til staðar og því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hækka skattanna aftur, en borgin hafi þegar orðið af 1,4 milljörðum í tekjur sökum lækkunarinnar.

„Eftir að sósíalistar höfðu flutt tillöguna reis oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, upp og greip til varna. Hann lagðist alfarið gegn tillögunni. Taldi hana vera of róttæka og sagði að sósíalistar beittu sér fyrir „stórfelldri skattahækkun,“ en hafa skal í huga að til umræðu var tillaga um 0,05% hækkun.

Varnartilburðirnir hans voru miklir og þeim beitt af krafti. Slíkar varnir hafa ekki sést lengi og eru þær til marks um nýjar áherslur sem tilvonandi borgarstjóri hyggst innleiða í borginni. Hagsmunir fyrirtækja skulu vera settir framar þörfum íbúa. Það sást skýrt í gær, því andstaða Einars og félaga gegn tillögu sósíalista mun kosta borgina nokkra milljarða á næstu árum. Milljarða sem nýta hefði mátt í uppbyggingu grunnþjónustu. Í staðinn verður sú þjónusta áfram skorin niður því 0,05% hækkun á fyrirtækin er of erfiður biti til að kyngja.“

Samþykkti hækkun til almennings athugasemdalaust

Trausti rekur að þegar borgarsjóður standi illa þá sé það grunnþjónustan sem verði fyrir niðurskurði. Þetta megi sjá til dæmis á því að fjármagn til matarinnkaupa á leikskólum hafi verið skert um 100 milljónir, tækjakaup til skóla skorin niður um helming og opnunartími félagsmiðstöðva skertur.

„Við sjáum skýrar afleiðingar þess þegar borgin sækir ekki tekjurnar hjá þeim sem eru aflögufær. Í stað þess telur borgarstjórn ákjósanlegra að fara í niðurskurð sem bitnar ekki síst á börnum. Úreltir frasar um að lækkun gjalda á fyrirtæki auki hagsæld almennings hafa ekki staðist.“

Í samanburði hafi verið áhugavert að sjá áhugaleysi meirihlutans á fundinum í gær þegar kom að því að samþykkja gjaldskrárhækkanir á almenning. Það mál hafi farið í gegn án athugasemda.

„Fulltrúar meirihlutans sýndu með þessu sitt rétta andlit sem fulltrúar fyrirtækja í borgarstjórn, frekar en íbúa. Þessi forgangsröðun er ólýðræðisleg. Það voru íbúar, ekki fyrirtækin, sem kusu til borgarstjórnar og okkur ber að vinna að þeirra hagsmunum. Að sjá hlutina öðruvísi er til marks um brenglaða sýn á lýðræðið.“

Staða fyrirtækja sé almennt mjög góð og ekki að sjá að 0,05 prósent hækkun muni kollvarpa þeim. Staða borgarsjóðs sé slæm og því verði að færa fórnir, en meirihlutinn ætli almenningi einum að fórna sínum hagsmunum frekar en að atvinnurekendur þurfi líka að skila sínu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“