fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þetta er meðalaldur barna við inngöngu í borgarrekna leikskóla í haust

Eyjan
Miðvikudaginn 28. júní 2023 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólamálin í borginni hafa mikið verið til umræðu undanfarin misseri, enda foreldrar orðnir langþreyttir á að börn þeirra fái ekki vistun fyrr en í kringum 2 ára afmælisdaginn. Fæðingarorlof er aðeins 12 mánuðir, nýti báðir foreldrar sér rétt sinn, og dagforeldrar í útrýmingarhættu og því ekki hlaupið að því að brúa bilið milli orlofs og leikskóla.

Í svörum sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs borgarinnar til skóla- og frístundaráðs segir að meðalaldur þeirra barna sem tekin eru inn á leikskóla í haust sé 23 mánuðir. Rétt er þó að taka fram að þessi tala byggir á meðaltali allra barna sem fá leikskólavist, þar með talið eldri börn sem eru að flytjast milli sveitarfélaga. Sviðsstjóri segir því ekki hægt að lesa of mikið í meðaltalið en nefnir að nú sé verið að bjóða börnum pláss sem verða 18 mánaða í september, án þess að um forgang sé að ræða. Þegar börn í þeim aldurshópi hafa fengið boð um leikskólavist er byrjað að vinna með næsta aldurshóp, eða börn sem verða 16-17 mánaða þann 1. september, eða börn sem eru fædd í mars og apríl árið 2022.

Þessar tölur miða við stöðuna eins og hún var þann 15. júní og ná ekki yfir aldur barna sem eru tekin inn á sjálfstætt starfandi leikskóla. Sjálfstætt starfandi muni, samkvæmt áætlun, taka inn 300 börn til viðbótar, en 211 pláss ættu að losna þegar börn frá þeim hefja vistun í borgarreknum leikskólum. Börn í sjálfstætt starfandi muni svo hefja grunnskólagögnu í haust og þá mun meðalaldur haustsins lækka verulega þar sem börn innritist almennt nær 12 mánaða í sjálfstætt starfandi leikskóla.

Ef aðeins er horft til barna sem voru með nýja umsókn hjá borginni áður en þau urðu 12 mánaða, til að fá nákvæmari tölu þar sem eldri og aðflutt börn eru ekki tekin með, þá sé meðaltalið 22,1 mánuður. Þessar tölur breytist þó frá degi til dags eftir því sem innritun vindur fram.

Fjöldi barna á biðlista hjá leikskólum borgarinnar er 614 fyrir börn á aldrinum 12-18 mánaða, en á biðlistum eru frá 1-28 eftir leikskólum. Svo eru 194 börn 18 mánaða eða eldri á biðlistum, eða 0-13 talsins eftir leikskólum.

Svar sviðsstjóra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“