fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Fríkirkjuprestur gagnrýnir RÚV fyrir að sýna ekki trúarlegt efni um páskana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. maí 2023 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„RÚV er eina rík­is­sjón­varpið á Norður­lönd­um til að sýna ekki guðsþjón­ust­ur á sunnu­dög­um og sú eina sem sýndi enga trú­ar­lega dag­skrá í sjón­varpi frá pálma­sunnu­degi til ann­ars í pásk­um,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur hjá Fríkirkjunni, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Sigurvin bendir á að ríkissjónvarpsstöðvar á öllum öðrum Norðurlöndum, sem og í Þýskalandi, flytji fjölbreytt trúarlegt efni og rekur mörg dæmi um það í grein sinni:

„DR starf­ræk­ir „DR kir­ken“ sem er með viku­leg­ar sjón­varps­út­send­ing­ar frá guðsþjón­ust­um dönsku kirkj­unn­ar. Sænska sjón­varpið SVT flakk­ar á milli kirkna á sunnu­dags­morgn­um og hef­ur í upp­hafi stutta um­fjöll­un um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjöl­breytt­ust­um söfnuðum. Norska rík­is­sjón­varpið NRK send­ir út viku­leg­ar guðsþjón­ust­ur frá kirkj­um lands­ins og Finn­ar hafa út­send­ing­ar á YLE frá guðsþjón­ust­um á sænsku og finnsku. Jafn­vel Fær­ey­ing­ar sýna viku­leg­ar sjón­varps­út­send­ing­ar frá guðsþjón­ust­um í mis­mun­andi kirkj­um á KFV.“

Sigurvin segir varhugavert af hálfu RÚV að enduspegla ekki trúarmenningu þjóðarinnar í dagskrárvali sínu. Segir hann að þarna hafi RÚV mikilvægum skyldum að gegna:

„RÚV ber lög­boðin skylda til að fjalla um og sýna menn­ingu á Íslandi og það er var­huga­verð ákvörðun að birta ekki trú­ar­menn­ingu Íslend­inga. Ísland hef­ur á skömm­um tíma orðið að fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi, þar sem hlut­fall Íslend­inga sem eru af fyrstu eða ann­arri kyn­slóð inn­flytj­enda er nú komið yfir 17% sam­kvæmt töl­um frá Hag­stofu Íslands. Auk­in fjöl­menn­ing kall­ar á aukna fræðslu og auk­inn sýni­leika trú­ar­hefða til að draga úr spennu í sam­skipt­um menn­ing­ar­heima. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í sam­fé­lag­inu er að menn­ing­ar- og trú­ar­hefðir séu sem sýni­leg­ast­ar. Rík­is­sjón­varpið hef­ur þar rík­ari skyld­um að gegna við að sinna miðlun á trú­ar- og menn­ing­ar­arfi þjóðar­inn­ar en einka­rekn­ir fjöl­miðlar, sem þó hafa sinnt skyld­um sín­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast