fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Finnur hnýtir í birgja vegna verðhækkana: Bónusi að þakka að verðbólga í matvöru er ekki hærri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. apríl 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að dagvöruverslun allt síðasta rekstrarár hafi markast af veikingu gengis krónu og fordæmalausum verðhækkunum frá birgjum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ávarpi hans í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs Haga sem kynnt var í morgun. Finnur segir að starfsemi Haga á síðasta fjórðungi rekstrarársins 2022/23 hafi gengið vel, sérstaklega þegar horft er til þess að rekstrarumhverfi í smásölu hefur sjaldan verið meira krefjandi.

„Fjórðungurinn, eins og reyndar árið í heild, einkenndist af miklum hækkunum á aðfanga- og vöruverði, sem aftur má rekja til óróa á heimsmarkaði með hrávöru og eldsneyti vegna stríðs í Úkraínu og eftirstöðva Covid faraldurs,“ segir Finnur.

Hann segir að framlegð hafi verið undir þrýstingi og þó hún aukist í krónum talið vegna hærri velti þá hafi framlegðarhlutfall farið lækkandi.

„Með öðrum orðum, þá hefur kostnaðarverðshækkunum ekki verið fleytt af fullum þunga út í vöruverð, sem telja má mikilvægt framlag verslana Haga í baráttu við verðbólgu.“

Finnur segir enn fremur að þegar horft er til þátta í starfsemi félagsins þá sé áfram töluverður vöxtur í sölu á dagvöru, ríflega 11% á fjórðungnum.

„Þessi tekjuaukning skýrist annars vegar af miklum verðhækkunum frá framleiðendum og heildsölum og hins vegar af aukningu í seldu magni og fleiri heimsóknum viðskiptavina, sérstaklega í Bónus,“ segir hann og bætir við að grunngildi Bónus sé að leitast við að bjóða upp á hagkvæmustu matvörukörfu landsins.

„Við það loforð hefur verið staðið í meira en 30 ár og á Bónus stóran þátt í að verðbólga í matvöru á Íslandi er ekki hærri en raun ber vitni, en hún var á síðasta fjórðungi ein sú lægsta í Evrópu og sú lægsta á Norðurlöndunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember