fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Prófessorar gagnrýna ríkisstjórnina og segja að grípa þurfi inn í verðbólgu og deilumál

Eyjan
Miðvikudaginn 1. mars 2023 09:00

Ríkisstjórnin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hagfræðingarnir höfum lengi kvartað yfir því að ríkisfjármálunum hafi ekki verið beitt. Það hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar.“

Þetta sagði Daði Már Kristófersson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði undarlegt að ríkisstjórnin bregðist ekki við erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði, deilum á vinnumarkaði og hárri verðbólgu. Mikil eftirspurn eftir húsnæði, með útlánum sem ekki hafi verið innistæða fyrir, hafi verið byggð upp. „Kostnaðinum af stöðugleikanum er varpað á mjög þröngan hóp,“ sagði hann og átti þar við þá sem hafa nýlega keypt fasteign.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst, sagði að nú nálgumst við óðaverðbólgu sem fari eins og sinueldur um heimilisbókhald landsmanna. „Við slíkar aðstæður þarf styrka stjórn og skýra stefnu. Það getur verið flókið þegar þú ert með flokka í ríkisstjórn sem vilja fara í sitt hvora áttina,“ sagði hann og bætti við að líklega sé barist innan ríkisstjórnarinnar.

„Í mörgum málum höfum við séð að flokkarnir reka sín ráðuneyti svolítið sjálfstætt, frekar en að ríkisstjórnin sé raunveruleg heild,“ sagði Eiríkur og benti á að upptakturinn að næstu kosningabaráttu sé að hefjast og gera megi ráð fyrir að það bæti í þetta eftir því sem nær dregur kosningum.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum