fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Þetta segir Ragnar Þór að Seðlabankinn eigi að gera í stað þess að hækka stýrivexti

Eyjan
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 11:07

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað getur Seðlabankinn annað gert en að hækka stýrivexti í verðbólgu?“ Á þessum orðum hefst færsla Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, þar sem hann leggur fram fjórtán tillögur að aðgerðum fyrir Seðlabanka Íslands í baráttunni við verðbólgudrauginn annað en að hækka stýrivexti.

Í nýjum tölum Hagstofunnar fyrir febrúarmánuð hækkaði verðbólgan upp í 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti hratt undanfarin misseri og er því spáð að enn ein hækkunin sé handan við hornið með tilheyrandi þrengingum fyrir íslenskan almenning.

Ragnar vill hins vegar að Seðlabankinn andi rólega og leyfi hækkunum sem þegar hafa tekið gildi að hafa áhrif á efnhagslífið en það geti tekið tíma. Þá leggur hann til að að hækka vexti aðeins á nýjum lánum, beina útlánum að ríkara mæli yfir í uppbyggingu húsnæðismarkaði og taka upp þrepaskiptan skyldusparnað eftir tekjum, svo eitthvað sé nefnt.

Hér má sjá tillögur Ragnars Þórs í heild sinni

1. Stýrivextir taka 6 til 14 mánuði að hafa áhrif á hagkerfið svo að Seðlabankinn getur beðið eftir því að þær miklu hækkanir sem dunið hafa á skuldsettum heimilum, leigjendum og fyrirtækjum fari raunverulega að bíta.

2. Seðlabankinn hefði getað hækkað vexti, eingöngu, á nýjum lánum sem hefði haft mikil áhrif á útlánaþennslu og húsnæðisarkað, sem nú er botnfrosinn, en um leið hlýft þeim sem harðast verða úti.

3. Seðlabankinn hefði getað beint útlánum, auknu peningamagni í umferð, í ríkara mæli yfir í uppbyggingu á húsnæðismarkaði.

4. Seðlabankinn gæti tekið upp þrepaskiptan skyldusparnað, eftir tekjum, til að slá á einkaneyslu og auka sparnað þeirra sem skulda minna, og eyða meira, en vaxtahækkanir bíta síður á. Skyldusparnaður væri þannig enginn á millitekjuhópa og undir en stighækkandi eftir tekjum eftir það. Þannig væri gríðarleg tilfærsla frá öllum skuldsettum heimilum og fyrirtækjum, yfir í bankakerfið, minni. Hægt væri að opna á útgreiðslur á skyldusparnaði ef innspýtingar er þörf.

5. Hlusta á Lagarde, Seðlabankastjóra Evrópu, sem hefur bent á þá staðreynd að stýrivextir bíta visst mikið á þá verðbólgu sem nú er í heiminum. Hún mun koma niður hvort sem seðlabankar hækka vexti eða ekki.

6. Hlusta á Dr. Ásgeir Brynjar Torfason sem hefur ítrekað bent á að bankar í Evrópu þurfi ekki og hækka ekki vexti nema að hluta til þegar stýrivextir eru hækkaðir. Og Ólaf Margeirsson sem hefur hvatt til þjóðarátaks í húsnæðismálum og vinna þannig niður rót vandans í stað þess að auka hann enn frekar.

7. Að þrýsta á stórfellda uppbyggingu á húsnæðismarkaði til að minnka sveiflur og bregðast þannig við helsta áhrifaþætti hárrar verðbólgu á Íslandi til lengri tíma litið.

8. Hvetja stjórnvöld, banka og fyrirtæki að stilla arðsemi í hóf og taka þannig þátt í að halda niðri helstu áhrifum verðbólgu nú um stundir. Sýna samfélaginu ábyrgð og virðingu.

9. Hvetja lífeyrissjóði til að hefja stórfelldar fjárfestingar í uppbyggingu á húsnæðismarkaði í stað þess að fara með gríðarlegt fjármagn úr landi með tilheyrandi áhrifum á gengi krónunnar.

10. Hvetja sveitarfélög til að stórauka framboð af byggingarhæfum lóðum til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði til að þrýsta á liði 3,7, og 9.

11. Að hlusta ekki á aðalhagfræðinga bankanna sem öskra á meiri hækkun vaxta og meiri arðsemi.
12. Að kalla eftir leiguþaki og hvalrekaskatti á ofurgróða fyrirtækja.

13. Að hugsa um fólkið í landinu og afleiðingar gjörða sinna.

14. Að viðurkenna hagstjórnarmistök Seðlabankans og afleiðingar þess á hárri verðbólgu á Íslandi. Og hugsa út fyrir boxið til tilbreytingar!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans