Evrópudraumar þjóðarinnar lifna aftur við af dvala í kvöld þegar Söngvakeppni RÚV hefst formlega og landsmenn taka fyrstu skrefin í að velja framlag Íslands til Eurovisionkeppninnar í ár.
Þetta hefur ekki farið framhjá löggjafarvaldinu, en Alþingi deildi færslu á Facebook í tilefni dagsins þar sem vinsælustu lög Alþingis eru rakin.
„Nú eru landsmenn eflaust að fínpússa topplistann fyrir Söngvakeppnina sem hefst á RÚV í kvöld.
Þá er ekki úr vegi að skoða hver eru vinsælustu og mest sóttu lögin í lagasafni Alþingis. Svona lítur topp 5 vinsældalistinn í lagasafni Alþingis út:
- Almenn hegningarlög
- Lög um tekjuskatt
- Lög um fjöleignarhús
- Lög um meðferð sakamála
- Umferðarlög
Við óskum öllum keppendum góðs gengis í Söngvakeppninni.“
Þá vitum við það! En rétt er þó að taka fram að ekki er hægt að kjósa þau lög sem Alþingi deildi í keppninni í kvöld. Því miður.