fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Alþingi deilir vinsælustu lögunum í tilefni af Söngvakeppninni

Eyjan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópudraumar þjóðarinnar lifna aftur við af dvala í kvöld þegar Söngvakeppni RÚV hefst formlega og landsmenn taka fyrstu skrefin í að velja framlag Íslands til Eurovisionkeppninnar í ár.

Þetta hefur ekki farið framhjá löggjafarvaldinu, en Alþingi deildi færslu á Facebook í tilefni dagsins þar sem vinsælustu lög Alþingis eru rakin.

„Nú eru landsmenn eflaust að fínpússa topplistann fyrir Söngvakeppnina sem hefst á RÚV í kvöld. 

Þá er ekki úr vegi að skoða hver eru vinsælustu og mest sóttu lögin í lagasafni Alþingis. Svona lítur topp 5 vinsældalistinn í lagasafni Alþingis út: 

  1. Almenn hegningarlög
  2. Lög um tekjuskatt
  3. Lög um fjöleignarhús
  4. Lög um meðferð sakamála
  5. Umferðarlög

Við óskum öllum keppendum góðs gengis í Söngvakeppninni.“

Þá vitum við það! En rétt er þó að taka fram að ekki er hægt að kjósa þau lög sem Alþingi deildi í keppninni í kvöld. Því miður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“